Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó 31. júlí 2011 18:58 Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira