Mjög gott í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2011 19:53 Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði. Mjög gott vatn er í Langá þrátt fyrir þurrkana, en varla hefur fallið dropi úr lofti vikum saman. HIns vegar hefur vatnsmiðlun við Langavatn staðið fyrir sínu, og meira að segja hækkaði lítillega í ánni fyrir nokkrum dögum þegar að mjög hlýr dagur og sólskin bökuðu veiðimenn. Virðist þar hafa skilað sér niður restin af snjóbráðinni þetta árið! En útlitið er gott, enn er talsverður lax að ganga í ána, og nýgengnir fiskar veiðast daglega. Aðeins er vika eftir af fluguveiðitímanum, en þann 20. ágúst hefst veiði með maðki í Langá og væntanlega hækka þá veiðitölur æði hratt. Bier með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ráð til laxveiða í glampandi sól Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Vötnin í Svínadal á leið í útboð Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Flugan Zelda er ekki lengur leyndarmál Veiði Góð urriðaveiði fyrir norðan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði
Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði. Mjög gott vatn er í Langá þrátt fyrir þurrkana, en varla hefur fallið dropi úr lofti vikum saman. HIns vegar hefur vatnsmiðlun við Langavatn staðið fyrir sínu, og meira að segja hækkaði lítillega í ánni fyrir nokkrum dögum þegar að mjög hlýr dagur og sólskin bökuðu veiðimenn. Virðist þar hafa skilað sér niður restin af snjóbráðinni þetta árið! En útlitið er gott, enn er talsverður lax að ganga í ána, og nýgengnir fiskar veiðast daglega. Aðeins er vika eftir af fluguveiðitímanum, en þann 20. ágúst hefst veiði með maðki í Langá og væntanlega hækka þá veiðitölur æði hratt. Bier með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ráð til laxveiða í glampandi sól Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Vötnin í Svínadal á leið í útboð Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Flugan Zelda er ekki lengur leyndarmál Veiði Góð urriðaveiði fyrir norðan Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði