Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja 4. október 2011 08:35 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja. Mynd/AP Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þessi tilkynning olli mikilli lækkun á hlutabréfum um allan heim í gær og því ákvað Evruríkjahópurinn að bíða með ákvörðunina en til stóð að funda um málið um miðjan mánuðinn. Jean-Claude Juncker sem fer fyrir hópnum lýsti því þó yfir að Grikkir myndu ekki verða gjaldþrota, en óttin um það fer nú vaxandi með hverjum deginum. Juncker þvertók einnig fyrir að sum ríki innan hópsins, þar á meðal Þjóðverjar, hafi á síðustu vikum komist á þá skoðun að gjaldþrot Grikklands væri nú það rétta í stöðunni. Óttinn um enn frekari vandræði Grikkja kom þó bersýnilega í ljós við opnun markaða í Evrópu í morgun þar sem lækkun varð á helstu vísitölum. FTSE vísitalan hefur lækkað um 1,60 prósent, DAX um rúm tvö prósent og CAC í París hefur farið niður um 2,23 prósent. Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þessi tilkynning olli mikilli lækkun á hlutabréfum um allan heim í gær og því ákvað Evruríkjahópurinn að bíða með ákvörðunina en til stóð að funda um málið um miðjan mánuðinn. Jean-Claude Juncker sem fer fyrir hópnum lýsti því þó yfir að Grikkir myndu ekki verða gjaldþrota, en óttin um það fer nú vaxandi með hverjum deginum. Juncker þvertók einnig fyrir að sum ríki innan hópsins, þar á meðal Þjóðverjar, hafi á síðustu vikum komist á þá skoðun að gjaldþrot Grikklands væri nú það rétta í stöðunni. Óttinn um enn frekari vandræði Grikkja kom þó bersýnilega í ljós við opnun markaða í Evrópu í morgun þar sem lækkun varð á helstu vísitölum. FTSE vísitalan hefur lækkað um 1,60 prósent, DAX um rúm tvö prósent og CAC í París hefur farið niður um 2,23 prósent.
Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira