Haustkræsingar Rósu: Rauðrófurisotto 18. október 2011 14:00 Matarinnslag úr Íslandi í dag þar sem Rósa Guðbjartsdóttir eldar ómótstæðilegar haustkræsingar á sinn einstaka hátt. Kíkið síðan á uppskriftirnar og spreytið ykkur sjálf.Gulrótarbollur2 dl hnetur, helst kasjúhnetur, saxaðar frekar smátt3-4 gulrætur, rifnar fínt2 hvítlaukrif, marin1 laukur, saxaður smátt1 dl vorlaukur eða graslaukur, saxaður smátt1 sellerístilkur, saxaður smátt1-2 tsk. kumminfræ eða steytt kummin1 egg1-2 dl brauðrasp (má nota hveiti, spelt eða annað mjöl í staðinn)salt og grófmalaður pipar Öllu hráefni blandað saman í stórri skál, þar til blandan er orðin hæfileg viðkomu til að gott sé að móta úr henni bollur. Gott er að nota matskeið til að móta bollurnar. Steikið í örlítilli olíu á pönnu, t.d. vínberjasteina- eða sólblómaolíu, (má líka nota ólífuolíu) á pönnu við miðlungshita, í um 3 mínútur á hvorri hlið.Kryddjurtasósa Í kryddjurtasósu sem þessa má nota hvaða kryddjurtir sem er en gott er að nota klettasalat sem uppistöðuhráefni, en það gefur mjög ákveðið bragð og má oft nota í svipuðum tilgangi og kryddjurtir.2 handfylli klettasalat1 handfylli fersk steinselja og/eða aðrar kryddjurtir2 hvítlaukusrif, marinnokkrir dropar ólífuolía2 - 3 msk. grísk jógúrt eða sýrður rjómi Blandið saman í matvinnsluvél öllu nema jógúrtinni eða sýrða rjómanum. Setjið síðan í skál og blandið jógúrt/sýrða rjómanum saman við. Þessi sósa er afar ljúffeng og hentar með ýmsum mat, og einnig sem ídýfa t.d. fyrir niðurskorið grænmeti.Rauðrófurísottóf. fjóra2-3 rauðrófur, skrældar og skornar í fernt1 lítri vatn2 msk. smjör1 msk. ólífuolía1 laukur, smátt saxaður1 rauðlaukur, smátt saxaður2 hvítlauksrif, marin4 dl rísottó-grjón (arborio) eða önnur stutt hrísgrjónfetaostur, að smekkfersk basilíka, að smekksalt og grófmalaður pipar Galdurinn við gott rísottó er að gefa sér tíma við matreiðsluna, bæta vökvanum saman við í hæfilegum skömmtum, láta grjónin drekka hann í sig og hræra í á milli. Þannig verður útkoman sem skyldi og grjónin mjúk og rjómakennd. Byrjið á því að sjóða rauðbeðurnar í vatninu í um 30 mínútur. Takið síðan rauðbeðurnar upp úr pottinum og geymið í skál. Rauðbeðusoðið er síðan notað til að elda hrísgrjónin upp úr. Hitið ólífuolíu ásamt smjöri á stórri pönnu eða í potti. Mýkið lauk, rauðlauk og hvítlauk þar í. Bætið síðan hrísgrjónunum út á og veltið þeim vel upp úr olíunni og smjörinu. Bætið þá rauðrófusoðinu saman við í smáum skömmtum og hrærið vel í. Látið grjónin drekka í sig soðið á milli þess sem meiri vökva er bætt út í. Þetta tekur um 20 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Rífið eða smásaxið rauðbeður saman við, bætið við osti og basilíku og berið fram. Auðvitað má bæta fleiru út í þennan rétt og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín í þeim efnum. Grænmetisréttir Rísottó Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið
Matarinnslag úr Íslandi í dag þar sem Rósa Guðbjartsdóttir eldar ómótstæðilegar haustkræsingar á sinn einstaka hátt. Kíkið síðan á uppskriftirnar og spreytið ykkur sjálf.Gulrótarbollur2 dl hnetur, helst kasjúhnetur, saxaðar frekar smátt3-4 gulrætur, rifnar fínt2 hvítlaukrif, marin1 laukur, saxaður smátt1 dl vorlaukur eða graslaukur, saxaður smátt1 sellerístilkur, saxaður smátt1-2 tsk. kumminfræ eða steytt kummin1 egg1-2 dl brauðrasp (má nota hveiti, spelt eða annað mjöl í staðinn)salt og grófmalaður pipar Öllu hráefni blandað saman í stórri skál, þar til blandan er orðin hæfileg viðkomu til að gott sé að móta úr henni bollur. Gott er að nota matskeið til að móta bollurnar. Steikið í örlítilli olíu á pönnu, t.d. vínberjasteina- eða sólblómaolíu, (má líka nota ólífuolíu) á pönnu við miðlungshita, í um 3 mínútur á hvorri hlið.Kryddjurtasósa Í kryddjurtasósu sem þessa má nota hvaða kryddjurtir sem er en gott er að nota klettasalat sem uppistöðuhráefni, en það gefur mjög ákveðið bragð og má oft nota í svipuðum tilgangi og kryddjurtir.2 handfylli klettasalat1 handfylli fersk steinselja og/eða aðrar kryddjurtir2 hvítlaukusrif, marinnokkrir dropar ólífuolía2 - 3 msk. grísk jógúrt eða sýrður rjómi Blandið saman í matvinnsluvél öllu nema jógúrtinni eða sýrða rjómanum. Setjið síðan í skál og blandið jógúrt/sýrða rjómanum saman við. Þessi sósa er afar ljúffeng og hentar með ýmsum mat, og einnig sem ídýfa t.d. fyrir niðurskorið grænmeti.Rauðrófurísottóf. fjóra2-3 rauðrófur, skrældar og skornar í fernt1 lítri vatn2 msk. smjör1 msk. ólífuolía1 laukur, smátt saxaður1 rauðlaukur, smátt saxaður2 hvítlauksrif, marin4 dl rísottó-grjón (arborio) eða önnur stutt hrísgrjónfetaostur, að smekkfersk basilíka, að smekksalt og grófmalaður pipar Galdurinn við gott rísottó er að gefa sér tíma við matreiðsluna, bæta vökvanum saman við í hæfilegum skömmtum, láta grjónin drekka hann í sig og hræra í á milli. Þannig verður útkoman sem skyldi og grjónin mjúk og rjómakennd. Byrjið á því að sjóða rauðbeðurnar í vatninu í um 30 mínútur. Takið síðan rauðbeðurnar upp úr pottinum og geymið í skál. Rauðbeðusoðið er síðan notað til að elda hrísgrjónin upp úr. Hitið ólífuolíu ásamt smjöri á stórri pönnu eða í potti. Mýkið lauk, rauðlauk og hvítlauk þar í. Bætið síðan hrísgrjónunum út á og veltið þeim vel upp úr olíunni og smjörinu. Bætið þá rauðrófusoðinu saman við í smáum skömmtum og hrærið vel í. Látið grjónin drekka í sig soðið á milli þess sem meiri vökva er bætt út í. Þetta tekur um 20 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Rífið eða smásaxið rauðbeður saman við, bætið við osti og basilíku og berið fram. Auðvitað má bæta fleiru út í þennan rétt og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín í þeim efnum.
Grænmetisréttir Rísottó Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið