Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73 Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2011 20:45 Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins