Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 73-83 Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 3. nóvember 2011 21:16 Grindvíkingar unnu nauman sigur á nýliðunum í Val, 83-73, í spennandi leik í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Reynsla gestanna kom að notum í lokin og gerðu þeir það sem þurfti til að fara með bæði stigin heim. Án efa versti leikur Grindvíkinga á tímabilinu en á saman tíma jákvæðir hlutir að gerast í herbúðum Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn með fjórum þriggja stiga körfum í röð og var staðan 12-5 fyrir heimamenn eftir nokkra mínútna leik. Það var um greinilegt vanmat í gangi hjá gestunum og Valsmenn héldu áfram sínu striki út leikhlutann. Staðan var 26-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, messaði heldur betur yfir sínum mönnum í hléinu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir yfir 32-31 og greinilega vaknaðir til lífsins. Leikurinn var nokkuð spennandi út fyrri hálfleikinn og aldrei munaði miklu á liðunum. Valsmenn spýttu aðeins í lófana undir lokin og var staðan 47-42 fyrir heimamenn þegar flautað var til hálfleiks. Valsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og komust fljótlega í 54-48. Darren Hugee, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel bæði í vörn og sókn, en leikmaðurinn hafði varið fjögur skot eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir að fjórðungnum var staðan orðin 56-54 fyrir Grindvíkinga. Góður kafli hjá gestunum. Þegar loka fjórðungurinn hófst var staðan 62-61 fyrir gestina og allt opið. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Igor Tratnik, leikmaður Vals, sína fimmtu villu og þar með útilokun, en hann hafði verið besti leikmaður liðsins fram að því. Grindvíkingar voru komnir með fimm stiga forystu 73-68. Grindvíkingar náðu að halda heimamönnum þægilega vel frá sér út leiktímann og sigruðu að lokum 83-73. Valsmenn eru því enn án stiga í Iceland-Express deild karla en aftur á móti hafa Grindvíkingar unnið alla sína leiki.Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld," sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki". „Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn". Sjá má myndband af viðtalinu við Páll Axel hér að ofan.Ágúst: Klárlega besti leikur okkar í vetur„Þetta var klárlega besti leikur okkar í vetur," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Allt annar bragur á liðinu okkar en auðvita er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik". „Það var dálítið eins og við urðum bensínlausir í fjórða leikhlutanum. Villuvandræði lykilleikmanna voru einnig að plaga okkur". „Við byggjum bara á þessum leik og það hlýtur að koma smá sjálfstraust í liðið eftir þennan leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér.Helgi: Eigum að skammast okkur„Eins og við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eigum við bara að skammast okkur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum andlausir og áhugalausir og ég verð að skoða vandlega hvað er að gerast hjá liðinu". „Við þurfum heldur betur að rífa okkur upp af rassgatinu. Það jákvæða er kannski að liðið á ekkert að vera toppa á þessum tíma". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Valur-Grindavík 73-83 (47-42)Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 7, Hamid Dicko 7, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 5/6 fráköst.Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu nauman sigur á nýliðunum í Val, 83-73, í spennandi leik í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu yfirhöndina fyrstu þrjá leikhlutana og hefðu með smá heppni getað farið með sigur af hólmi. Reynsla gestanna kom að notum í lokin og gerðu þeir það sem þurfti til að fara með bæði stigin heim. Án efa versti leikur Grindvíkinga á tímabilinu en á saman tíma jákvæðir hlutir að gerast í herbúðum Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn með fjórum þriggja stiga körfum í röð og var staðan 12-5 fyrir heimamenn eftir nokkra mínútna leik. Það var um greinilegt vanmat í gangi hjá gestunum og Valsmenn héldu áfram sínu striki út leikhlutann. Staðan var 26-19 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn og Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, messaði heldur betur yfir sínum mönnum í hléinu. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir yfir 32-31 og greinilega vaknaðir til lífsins. Leikurinn var nokkuð spennandi út fyrri hálfleikinn og aldrei munaði miklu á liðunum. Valsmenn spýttu aðeins í lófana undir lokin og var staðan 47-42 fyrir heimamenn þegar flautað var til hálfleiks. Valsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og komust fljótlega í 54-48. Darren Hugee, leikmaður Vals, var að leika virkilega vel bæði í vörn og sókn, en leikmaðurinn hafði varið fjögur skot eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar komust hægt og rólega inn í leikinn og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir að fjórðungnum var staðan orðin 56-54 fyrir Grindvíkinga. Góður kafli hjá gestunum. Þegar loka fjórðungurinn hófst var staðan 62-61 fyrir gestina og allt opið. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Igor Tratnik, leikmaður Vals, sína fimmtu villu og þar með útilokun, en hann hafði verið besti leikmaður liðsins fram að því. Grindvíkingar voru komnir með fimm stiga forystu 73-68. Grindvíkingar náðu að halda heimamönnum þægilega vel frá sér út leiktímann og sigruðu að lokum 83-73. Valsmenn eru því enn án stiga í Iceland-Express deild karla en aftur á móti hafa Grindvíkingar unnið alla sína leiki.Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi„Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld," sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur að okkar hálfu. Annaðhvort vorum Valsararnir svona góðir í kvöld eða við bara svona hrikalega lélegir, ég bara veit það ekki". „Við höfum verið að mæta svona til leiks að undanförnu og alltaf komist upp með það, en þetta endar með því að við fáum vel á kjaftinn". Sjá má myndband af viðtalinu við Páll Axel hér að ofan.Ágúst: Klárlega besti leikur okkar í vetur„Þetta var klárlega besti leikur okkar í vetur," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Allt annar bragur á liðinu okkar en auðvita er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik". „Það var dálítið eins og við urðum bensínlausir í fjórða leikhlutanum. Villuvandræði lykilleikmanna voru einnig að plaga okkur". „Við byggjum bara á þessum leik og það hlýtur að koma smá sjálfstraust í liðið eftir þennan leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér.Helgi: Eigum að skammast okkur„Eins og við höfum verið að mæta í undanfarna leiki eigum við bara að skammast okkur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum andlausir og áhugalausir og ég verð að skoða vandlega hvað er að gerast hjá liðinu". „Við þurfum heldur betur að rífa okkur upp af rassgatinu. Það jákvæða er kannski að liðið á ekkert að vera toppa á þessum tíma". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Valur-Grindavík 73-83 (47-42)Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 7, Hamid Dicko 7, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 5/6 fráköst.Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira