„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld.
Snæfell tapaði fyrir Stjörnunni 90-89 í Ásgarði í kvöld. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í leiknum og gerði 34 stig, þar af 18 í fyrsta leikhlutanum.
„Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld".
„Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta".
Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn



Fleiri fréttir
