Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 90-89 Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2011 16:07 Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Marvin Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði 28 stig og tók tíu fráköst. Keith Cothran átti einnig magnaðan leik fyrir Stjörnuna með 34 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell. Jafnræði var á með liðunum í byrjun en Stjarnan var samt sem áður með ákveðið frumkvæði. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 19-13 fyrir heimamenn. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fjórðungnum og Snæfellingar réðu hreinlega ekkert við hann, en hann gerði 18 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, hreint ótrúlegt .Undir lok leikhlutans fóru heimamenn á kostum og settu hreinlega þriggja stiga skotsýningu. Staðan var 35-25 eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og keyrðu hreinlega yfir gestina á upphafsmínútunum. Stjarnan komust 16 stigum yfir í stöðunni 44-28, en þá vöknuðu Snæfellingar aðeins til lífsins. Snæfell fór að spila betri varnarleik og skotin duttu einnig ofan í fyrir þá. Frábær endurkoma hjá gestunum og rétt fyrir hálfleikinn komust þeir yfir 53-52, en staðan var 56-52 fyrir Snæfell í hálfleik. Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfellingum var frábær í öðrum leikhluta og skoraði 16 stig. Keith Cothran sem gerði 18 stig í fyrsta leikhlutanum komst ekki á blað í þeim öðrum og leikur heimamanna fór algjörlega í baklás. Liðin voru jöfn í byrjun síðari hálfleiksins og var staðan 65-65 þegar þriðji fjórðungurinn var hálfnaður. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var að spila eins og engill og hafði sett niður 23 stig á þessum tímapunkti. Jafnt var nánast á öllum tölum út fjórðunginn og var staðan 74-72 fyrir Stjörnuna fyrir lokaleikhlutann. Mikil spenna í Garðabænum og galopinn leikur. Snæfell komst yfir 77-74 þegar tvær mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum. Lokaspretturinn var gríðarlega spennandi og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 83-83. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason, leikmenn Snæfells, voru báðir komnir með fimm villur og útilokaðir frá leiknum. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins einu stigi á liðunum 90-89 Stjörnumönnum í vil og þannig lauk leiknum. Frábær sigur hjá heimamönnum sem náðu að hefna fyrir ófarirnar í vikunni.Teitur: Hringi í mömmu í kvöld til að óska henni til hamingju með daginn „Það munaði ansi litlu að við hefðum aftur tapað á flautukörfu, en sem betur fer gerðist það ekki, svona upp á geðheilsu mína," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta lítur nokkuð vel út hjá okkur eins og staðan er og við erum að vinna virkilega sterka andstæðinga". „Það hefur verið erfitt að vera án Jovan (Zdravevski) en við erum að standast það nokkuð vel. Það munar í raun bara einu frákasti til eða frá á liðunum í kvöld" Hægt er að sjá viðtalið við Teit hér að ofan. Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld". „Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.Marvin: Æfði eins og skepna í sumar„Það er æðislegt að ná þessum sigri," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn, en Marvin átti frábæran leik. „Þetta var samt bara ágæt frammistaði hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum á móti svæðisvörn þeirra, en vanalega spilum við vel gegn slíkum varnarleik". „Ég hef aldrei æft eins mikið og í sumar og það er svo sannarlega að skila sér núna, það er mikill kraftur í mér þessa daganna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því að ýta hér.Stjarnan-Snæfell 90-89 (35-25, 17-31, 22-16, 16-17)Stjarnan: Keith Cothran 34, Marvin Valdimarsson 28/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 7/10 stoðsendingar, Sigurjón Örn Lárusson 3/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 11/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Marvin Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði 28 stig og tók tíu fráköst. Keith Cothran átti einnig magnaðan leik fyrir Stjörnuna með 34 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell. Jafnræði var á með liðunum í byrjun en Stjarnan var samt sem áður með ákveðið frumkvæði. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 19-13 fyrir heimamenn. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fjórðungnum og Snæfellingar réðu hreinlega ekkert við hann, en hann gerði 18 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, hreint ótrúlegt .Undir lok leikhlutans fóru heimamenn á kostum og settu hreinlega þriggja stiga skotsýningu. Staðan var 35-25 eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og keyrðu hreinlega yfir gestina á upphafsmínútunum. Stjarnan komust 16 stigum yfir í stöðunni 44-28, en þá vöknuðu Snæfellingar aðeins til lífsins. Snæfell fór að spila betri varnarleik og skotin duttu einnig ofan í fyrir þá. Frábær endurkoma hjá gestunum og rétt fyrir hálfleikinn komust þeir yfir 53-52, en staðan var 56-52 fyrir Snæfell í hálfleik. Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfellingum var frábær í öðrum leikhluta og skoraði 16 stig. Keith Cothran sem gerði 18 stig í fyrsta leikhlutanum komst ekki á blað í þeim öðrum og leikur heimamanna fór algjörlega í baklás. Liðin voru jöfn í byrjun síðari hálfleiksins og var staðan 65-65 þegar þriðji fjórðungurinn var hálfnaður. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var að spila eins og engill og hafði sett niður 23 stig á þessum tímapunkti. Jafnt var nánast á öllum tölum út fjórðunginn og var staðan 74-72 fyrir Stjörnuna fyrir lokaleikhlutann. Mikil spenna í Garðabænum og galopinn leikur. Snæfell komst yfir 77-74 þegar tvær mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum. Lokaspretturinn var gríðarlega spennandi og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 83-83. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason, leikmenn Snæfells, voru báðir komnir með fimm villur og útilokaðir frá leiknum. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins einu stigi á liðunum 90-89 Stjörnumönnum í vil og þannig lauk leiknum. Frábær sigur hjá heimamönnum sem náðu að hefna fyrir ófarirnar í vikunni.Teitur: Hringi í mömmu í kvöld til að óska henni til hamingju með daginn „Það munaði ansi litlu að við hefðum aftur tapað á flautukörfu, en sem betur fer gerðist það ekki, svona upp á geðheilsu mína," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta lítur nokkuð vel út hjá okkur eins og staðan er og við erum að vinna virkilega sterka andstæðinga". „Það hefur verið erfitt að vera án Jovan (Zdravevski) en við erum að standast það nokkuð vel. Það munar í raun bara einu frákasti til eða frá á liðunum í kvöld" Hægt er að sjá viðtalið við Teit hér að ofan. Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld". „Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.Marvin: Æfði eins og skepna í sumar„Það er æðislegt að ná þessum sigri," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn, en Marvin átti frábæran leik. „Þetta var samt bara ágæt frammistaði hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum á móti svæðisvörn þeirra, en vanalega spilum við vel gegn slíkum varnarleik". „Ég hef aldrei æft eins mikið og í sumar og það er svo sannarlega að skila sér núna, það er mikill kraftur í mér þessa daganna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því að ýta hér.Stjarnan-Snæfell 90-89 (35-25, 17-31, 22-16, 16-17)Stjarnan: Keith Cothran 34, Marvin Valdimarsson 28/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 7/10 stoðsendingar, Sigurjón Örn Lárusson 3/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 11/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira