Keflvíkingar unnu í framlengingu í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2011 21:15 Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins í kvöld. Mynd/Hjalti Þór Vignisson Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma. Parker skoraði eins og áður sagði 32 stig en hann tók einnig 12 fráköst. Steven Gerard Dagustino var stigahæstur hjá Keflavík með 36 stig og Jarryd Cole var með 23 stig og 10 fráköst. Almar Stefán Guðbrandsson var stigahæstur íslensku leikmannann með 14 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Quincy Hankins-Cole skoruðu báðir 23 stig fyrir Snæfell og Marquis Sheldon Hall var með 20 stig og 9 stoðsendingar. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 13-3 og 16-7 í upphafi leiks. Það tók Snæfellinga þó aðeins tvær mínútur að komast yfir en Hólmarar skoruðu þá fjórtán stig í röð og voru síðan með fjögurra stiga forskot, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar héldu frumkvæðinu í öðrum leikhlutanum og voru 49-41 yfir í hálfleik. Snæfellsliðið skoraði sjö fyrstu stigin í seinni hálfleik og var um leið komið með fimmtán stiga forskot, 56-41. Keflvíkingar tóku aftur á móti við sér eftir leikhlé Sigurðar Ingimundarsonar og munurinn var bara tvö stig, 74-72, fyrir lokaleikhlutann eftir að Keflavíkurliðið vann síðustu fjórar mínútur leikhlutans 17-6. Snæfell komst sjö stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta þar sem Hafþór Ingi Gunnarsson hrökk í gang og setti niður átta stig á tæpum þremur mínútum. Snæfell var 97-91 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Keflavík vann lokakafla leiksins 9-3 og tryggði sér framlengingu. Charles Michael Parker jafnaði leikinn í, 100-100, skömmu fyrir leikslok. Snæfellingar voru áfram með frumkvæðið í framlengingunni og komust fimm stigum yfir, 109-104. Keflavík náði að jafna leikinn í 109-109 og það var síðan jafnt á öllum tölum í lokin. Charles Michael Parker var allt í öllu á lokamínútum leiksins og tryggði Keflavík 115-113 sigur með tveggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Parker skoraði alls átta stig í framlenginunni sem Keflavík vann 15-13.Snæfell-Keflavík 113-115 (50-41, 100-100)Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 23, Quincy Hankins-Cole 23/12 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/5 fráköst, Marquis Sheldon Hall 20/5 fráköst/9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Ólafur Torfason 6/8 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davidsson 2.Keflavík: Steven Gerard Dagustino 36/4 fráköst/5 stoðsendingar, Charles Michael Parker 32/12 fráköst, Jarryd Cole 23/10 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 14/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hafliði Már Brynjarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma. Parker skoraði eins og áður sagði 32 stig en hann tók einnig 12 fráköst. Steven Gerard Dagustino var stigahæstur hjá Keflavík með 36 stig og Jarryd Cole var með 23 stig og 10 fráköst. Almar Stefán Guðbrandsson var stigahæstur íslensku leikmannann með 14 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Quincy Hankins-Cole skoruðu báðir 23 stig fyrir Snæfell og Marquis Sheldon Hall var með 20 stig og 9 stoðsendingar. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 13-3 og 16-7 í upphafi leiks. Það tók Snæfellinga þó aðeins tvær mínútur að komast yfir en Hólmarar skoruðu þá fjórtán stig í röð og voru síðan með fjögurra stiga forskot, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar héldu frumkvæðinu í öðrum leikhlutanum og voru 49-41 yfir í hálfleik. Snæfellsliðið skoraði sjö fyrstu stigin í seinni hálfleik og var um leið komið með fimmtán stiga forskot, 56-41. Keflvíkingar tóku aftur á móti við sér eftir leikhlé Sigurðar Ingimundarsonar og munurinn var bara tvö stig, 74-72, fyrir lokaleikhlutann eftir að Keflavíkurliðið vann síðustu fjórar mínútur leikhlutans 17-6. Snæfell komst sjö stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta þar sem Hafþór Ingi Gunnarsson hrökk í gang og setti niður átta stig á tæpum þremur mínútum. Snæfell var 97-91 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Keflavík vann lokakafla leiksins 9-3 og tryggði sér framlengingu. Charles Michael Parker jafnaði leikinn í, 100-100, skömmu fyrir leikslok. Snæfellingar voru áfram með frumkvæðið í framlengingunni og komust fimm stigum yfir, 109-104. Keflavík náði að jafna leikinn í 109-109 og það var síðan jafnt á öllum tölum í lokin. Charles Michael Parker var allt í öllu á lokamínútum leiksins og tryggði Keflavík 115-113 sigur með tveggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Parker skoraði alls átta stig í framlenginunni sem Keflavík vann 15-13.Snæfell-Keflavík 113-115 (50-41, 100-100)Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 23, Quincy Hankins-Cole 23/12 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/5 fráköst, Marquis Sheldon Hall 20/5 fráköst/9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Ólafur Torfason 6/8 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davidsson 2.Keflavík: Steven Gerard Dagustino 36/4 fráköst/5 stoðsendingar, Charles Michael Parker 32/12 fráköst, Jarryd Cole 23/10 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 14/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hafliði Már Brynjarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins