Umfjöllun og viðtöl: Grindvíkingar unnu Lengjubikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 16:44 Mynd/Daníel Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn. Grindavík vann leikinn 75-74 eftir að hafa unnið síðustu sjö mínúturnar 18-7. Keflavík vann 67-58 yfir þegar tæpar sjö mínúur voru eftir. Þetta er í þriðja sinn sem Grindavík vinnur Fyrirtækjabikar karla en þeir unnu þessa keppni einnig 2000 og 2009. J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfu Grindavíkur en hann var með 27 stig í leiknum. Charles Michael Parker skoraði 20 stig fyrir Keflavík en klikkaði á lokaskotinu sem hefði tryggt Keflavík titilinn. Grindvíkingar komust í 6-2 og 16-8 í upphafi leiks en Sigurður Ingimundarson,þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og Keflvíkingar voru búnir að minnka muninn í 20-15 í lok fyrsta leikhlutans. Keflvíkingar fengu góða innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta. Valur Orri Valsson byrjaði leikhlutann á því að setja niður þrist og annar þristiur frá Halldóri Halldórssyni og kom Keflavík yfir í 21-20. J'Nathan Bullock svaraði með fimm stigum á stuttum tíma og Grindavík var aftur komið með fimm stiga forystu, 26-21. Bullock var allt í öllu í Grindavíkurliðinu en fékk ekki mikla hjálp. Keflvíkingar gáfu sig samt ekkert og annar góður spettur með Steven Gerard Dagustino í fararbroddi kom þeim yfir í 33-28 og svo 38-30. Dagustino var að fara illa með Giordan Watson í hálfleiknum. Charles Michael Parker endaði síðan fyrri hálfleikinn á því að stela boltanum og koma Keflavík í 43-35 rétt áður en leiktíminn rann út. Giordan Watson byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora og minnka muninn í 42-37 en Dagustino svaraði með þristi, sínum þriðja í leiknun. Liðin skiptust síðan á flottum troðslum og kveiktu vel´í áhorfendum. Watson átti aðra troðsluna í hraðaupphlaupi og virtist loksins vera kominn í gang. Grindvíkingar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-51, en gekk illa að stoppa Charles Michael Parker sem skoraði grimmt á þessum kafla. Það hafði lítið gengið hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni þegar hann fékk sjö víti á stuttum tíma, setti niður fimm þeirra og kom Keflavík í 60-51. Grindvíkingar náðu muninum hinsvegar niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en Keflavík var 60-56 yfir fyrir fjórða leikhlutann. Grindvíkingar minnkuðu muninn í tvö stig, 58-60, í fyrstu sókn fjórða leikhlutans en Dagustino var ekki hættur og setti niður mikilvægan þrist og tvær körfur til viðbótar sem kom Keflavík aftur níu stigum yfir, 67-58. Grindvíkingar voru ekki hættir. Þriggja stiga karfa frá Ólafi Ólafssyni og fimm stig í röð á stuttum tíma frá Giordan Watson sáu til þess að Grindavík náði að jafna metin í 71-71 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dagustino og Watson skiptust á körfum og J'Nathan Bullock kom Grindavík síðan yfir í 75-74, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta, þegar rúmar hundrað sekúndur voru eftir. Magnús Þór Gunnarsson stal boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Keflvíkingar fengu síðasta skotið en skot Charles Michael Parker geigaði og Grindvíkinga fögnuðu sigri. Helgi Jónas: Hefði verið agalegt að byrja á því að tapa núnaMynd/StefánHelgi Jónas Guðfinnsson vann sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar hann gerði Grindavík að Lengjubikarmeisturum í kvöld. Helgi Jónas tók mikilvægt leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og Keflavík var níu stigum yfir. Grindvíkingar unnu í framhaldinu lokakafla leiksins 17-7. „Við vorum alltaf að elta en við náðum að landa þessu og ég er mjög stoltur af strákunum að sýna þann karakter að gefast ekki upp," sagði Helgi Jónas eftir leikinn. „Þeir fóru í svæði og við vorum svolítið ragir. Við höfum alltof taugastrekktir þegar við vorum að skjóta og þess vegna voru skotin okkar ekki að detta. Við þurfum að vera afslappaðari," sagði Helgi. Grindvíkingar voru búnir að vinna fyrstu fimmtán leiki tímabilsins og pressan var á liðinu að taka fyrsta titilinn. „Það var gríðarlega pressa á okkur fyrir þennan leik og það hefði verið agalegt ef við hefðum farið að byrja á því að tapa núna. Það var bara karakterinn í strákunum sem náði að landa þessu," sagði Helgi en hann gat ekki notað Pál Axel Vilbergsson sem var meiddur. „Páll Axel er driffjöður í sókninni hjá okkur og þegar menn fara í svæði á móti okkur þá nýtur hans sín rosalega vel. Hann vantaði í dag en menn þurfa bara að stíga upp. Við þurfum að vera með þannig lið að menn geti bara stigið upp," sagði Helgi Jónas. „Við spiluðum hörku vörn og björguðum okkur þannig í þessum leik. Sóknin var ekki að ganga en menn lögðu sig fram í varnarleiknum í seinni hálfleik," sagði Helgi Jónas. „Þetta var fyrsti titilinn minn sem þjálfari. Þetta var bara mjög gaman en þetta verður vonandi ekki sá síðasti," sagði Helgi Jónas að lokum. Sigurður Ingimundarson: Menn voru feimnir í lokinMynd/StefánSigurði Ingimundarsoyni tókst ekki að stýra Keflavíkurliðinu til sigurs í sjötta sinn í Fyrirtækjabikar KKÍ en liðið missti frá sér níu stiga forskot í lokaleikhlutanum. „Við klúðruðum þessu bara í restina. Menn voru feimnir að taka af skarið og stóri maðurinn okkar spilaði illa. Hann fékk ekki boltann og var síðan lélegur þegar hann fékk hann," sagði Sigurður Ingimundarson og var ekki ánægður með miðherjann Jarryd Cole sem skoraði bara 7 stig í leiknum. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við fengum eiginlega engin víti í lokaleikhlutanum sem er bara fáránlegt. Við vorum búnir að gera þetta vel en svo spiluðu þeir grimma vörn á meðan við fengum lítið og þá fórum við að spila illa í sókninni," sagði Sigurður. „Við hefðum samt átt að gera betur í lokasókninni og vinna leikinn," sagði Sigurður en Charles Michael Parker átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Menn hafa talað meira um önnur lið en okkur sem er bara fínt. Við erum drullufúlir því okkur fannst við áttum að vinna þennan leik," sagði Sigurður. Grindavík-Keflavík 75-74 (20-15, 15-27, 21-18, 19-14)Grindavík: J'Nathan Bullock 27/11 fráköst, Giordan Watson 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3Keflavík: Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 20/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/6 fráköst, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/8 fráköst, Valur Orri Valsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn. Grindavík vann leikinn 75-74 eftir að hafa unnið síðustu sjö mínúturnar 18-7. Keflavík vann 67-58 yfir þegar tæpar sjö mínúur voru eftir. Þetta er í þriðja sinn sem Grindavík vinnur Fyrirtækjabikar karla en þeir unnu þessa keppni einnig 2000 og 2009. J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfu Grindavíkur en hann var með 27 stig í leiknum. Charles Michael Parker skoraði 20 stig fyrir Keflavík en klikkaði á lokaskotinu sem hefði tryggt Keflavík titilinn. Grindvíkingar komust í 6-2 og 16-8 í upphafi leiks en Sigurður Ingimundarson,þjálfari Keflavíkur, var fljótur að taka leikhlé og Keflvíkingar voru búnir að minnka muninn í 20-15 í lok fyrsta leikhlutans. Keflvíkingar fengu góða innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta. Valur Orri Valsson byrjaði leikhlutann á því að setja niður þrist og annar þristiur frá Halldóri Halldórssyni og kom Keflavík yfir í 21-20. J'Nathan Bullock svaraði með fimm stigum á stuttum tíma og Grindavík var aftur komið með fimm stiga forystu, 26-21. Bullock var allt í öllu í Grindavíkurliðinu en fékk ekki mikla hjálp. Keflvíkingar gáfu sig samt ekkert og annar góður spettur með Steven Gerard Dagustino í fararbroddi kom þeim yfir í 33-28 og svo 38-30. Dagustino var að fara illa með Giordan Watson í hálfleiknum. Charles Michael Parker endaði síðan fyrri hálfleikinn á því að stela boltanum og koma Keflavík í 43-35 rétt áður en leiktíminn rann út. Giordan Watson byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora og minnka muninn í 42-37 en Dagustino svaraði með þristi, sínum þriðja í leiknun. Liðin skiptust síðan á flottum troðslum og kveiktu vel´í áhorfendum. Watson átti aðra troðsluna í hraðaupphlaupi og virtist loksins vera kominn í gang. Grindvíkingar minnkuðu muninn í eitt stig, 50-51, en gekk illa að stoppa Charles Michael Parker sem skoraði grimmt á þessum kafla. Það hafði lítið gengið hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni þegar hann fékk sjö víti á stuttum tíma, setti niður fimm þeirra og kom Keflavík í 60-51. Grindvíkingar náðu muninum hinsvegar niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann en Keflavík var 60-56 yfir fyrir fjórða leikhlutann. Grindvíkingar minnkuðu muninn í tvö stig, 58-60, í fyrstu sókn fjórða leikhlutans en Dagustino var ekki hættur og setti niður mikilvægan þrist og tvær körfur til viðbótar sem kom Keflavík aftur níu stigum yfir, 67-58. Grindvíkingar voru ekki hættir. Þriggja stiga karfa frá Ólafi Ólafssyni og fimm stig í röð á stuttum tíma frá Giordan Watson sáu til þess að Grindavík náði að jafna metin í 71-71 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Dagustino og Watson skiptust á körfum og J'Nathan Bullock kom Grindavík síðan yfir í 75-74, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta, þegar rúmar hundrað sekúndur voru eftir. Magnús Þór Gunnarsson stal boltanum þegar hálf mínúta var eftir og Keflvíkingar fengu síðasta skotið en skot Charles Michael Parker geigaði og Grindvíkinga fögnuðu sigri. Helgi Jónas: Hefði verið agalegt að byrja á því að tapa núnaMynd/StefánHelgi Jónas Guðfinnsson vann sinn fyrsta titil sem þjálfari þegar hann gerði Grindavík að Lengjubikarmeisturum í kvöld. Helgi Jónas tók mikilvægt leikhlé þegar tæpar sjö mínútur voru eftir og Keflavík var níu stigum yfir. Grindvíkingar unnu í framhaldinu lokakafla leiksins 17-7. „Við vorum alltaf að elta en við náðum að landa þessu og ég er mjög stoltur af strákunum að sýna þann karakter að gefast ekki upp," sagði Helgi Jónas eftir leikinn. „Þeir fóru í svæði og við vorum svolítið ragir. Við höfum alltof taugastrekktir þegar við vorum að skjóta og þess vegna voru skotin okkar ekki að detta. Við þurfum að vera afslappaðari," sagði Helgi. Grindvíkingar voru búnir að vinna fyrstu fimmtán leiki tímabilsins og pressan var á liðinu að taka fyrsta titilinn. „Það var gríðarlega pressa á okkur fyrir þennan leik og það hefði verið agalegt ef við hefðum farið að byrja á því að tapa núna. Það var bara karakterinn í strákunum sem náði að landa þessu," sagði Helgi en hann gat ekki notað Pál Axel Vilbergsson sem var meiddur. „Páll Axel er driffjöður í sókninni hjá okkur og þegar menn fara í svæði á móti okkur þá nýtur hans sín rosalega vel. Hann vantaði í dag en menn þurfa bara að stíga upp. Við þurfum að vera með þannig lið að menn geti bara stigið upp," sagði Helgi Jónas. „Við spiluðum hörku vörn og björguðum okkur þannig í þessum leik. Sóknin var ekki að ganga en menn lögðu sig fram í varnarleiknum í seinni hálfleik," sagði Helgi Jónas. „Þetta var fyrsti titilinn minn sem þjálfari. Þetta var bara mjög gaman en þetta verður vonandi ekki sá síðasti," sagði Helgi Jónas að lokum. Sigurður Ingimundarson: Menn voru feimnir í lokinMynd/StefánSigurði Ingimundarsoyni tókst ekki að stýra Keflavíkurliðinu til sigurs í sjötta sinn í Fyrirtækjabikar KKÍ en liðið missti frá sér níu stiga forskot í lokaleikhlutanum. „Við klúðruðum þessu bara í restina. Menn voru feimnir að taka af skarið og stóri maðurinn okkar spilaði illa. Hann fékk ekki boltann og var síðan lélegur þegar hann fékk hann," sagði Sigurður Ingimundarson og var ekki ánægður með miðherjann Jarryd Cole sem skoraði bara 7 stig í leiknum. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við fengum eiginlega engin víti í lokaleikhlutanum sem er bara fáránlegt. Við vorum búnir að gera þetta vel en svo spiluðu þeir grimma vörn á meðan við fengum lítið og þá fórum við að spila illa í sókninni," sagði Sigurður. „Við hefðum samt átt að gera betur í lokasókninni og vinna leikinn," sagði Sigurður en Charles Michael Parker átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Menn hafa talað meira um önnur lið en okkur sem er bara fínt. Við erum drullufúlir því okkur fannst við áttum að vinna þennan leik," sagði Sigurður. Grindavík-Keflavík 75-74 (20-15, 15-27, 21-18, 19-14)Grindavík: J'Nathan Bullock 27/11 fráköst, Giordan Watson 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3Keflavík: Steven Gerard Dagustino 26, Charles Michael Parker 20/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/6 fráköst, Jarryd Cole 7/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/8 fráköst, Valur Orri Valsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins