Aðventukræsingar Rósu: Chillísúkkulaði og brauðkollur 13. desember 2011 09:36 Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskriftir að heitu chillísúkkulaði, brauðkollum með fyllingu og dýrindis smákökum. Úr Íslandi í dag á Stöð 2. Heitt chillísúkkulaði f. fjóra1 rautt chillí-aldin eða ½ tsk. chillí-flögur eða-duft6 – 8 dl mjólk300 g suðusúkkulaði, saxað Fræhreinsið chillí-aldinið og saxið það mjög smátt. Hitið mjólkina, bætið chillí-aldininu út í og því næst súkkulaðinu. Berið fram gjarnan með þeyttum rjóma. Brauðkollur með fyllingu 10-12 brauðsneiðar 3 dl eldað kjúklina- eða kalkúnakjöt (tilvalið að nota afganga) 180 ml sýrður rjómi eða grísk jógúrt 3 msk. mangó chutney ½ - 1 tsk. karrí 1 dl sellerí, smátt skorið 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, smátt skorinn salt og pipar rósapipar og ferskt kóríander til skrauts Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þrýstið sneiðunum ofarm í smurð múffuform í álbakka. Bakið við 200 gráður í um 10 mínútur eða þar til brauðkollurnar hafa tekið á sig gylltan blæ. Blandið öðru hráefni saman í skál. Látið brauðkollurnar kólna og fyllið síðan með kjúklinga-/kalkúnablöndunni. Skreytið með rósapipar og kóríander, ef vill. Besta smákakan Dásamleg fyllingin í kaffisúkkulaðinu gerir þessar smákökur himneskar.3 eggjahvítur150 g flórsykur4 - 5 stk. kaffisúkkulaði, (frá Góu-Lindu) söxuð (60 g hvert) Hitið ofninn í 130 - 140 gráður. Byrjið á því stífþeyta eggjahvíturnar eins og best er að gera í marengsgerð, því uppistaðan í kökunum er einmitt marengs. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum undir lok þeytingarinnar. Blandið síðan súkkulaðinu varlega saman við með sleif. Búið til litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið kökurnar í 25 - 30 mínútur. Fylgist með kökunum en ef fyllingin byrjar að leka úr þeim eru kökurnar orðnar ofbakaðar. Ef marengs topparnir eru bakaðir við svo lágan hita verða þeir stökkir og þannig vil ég helst hafa þá. Best er að leyfa þeim að standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum til að leyfa marengsinum að þorna vel. Ef þið viljið hafa toppana mjúka þá er best að baka þá við 180 gráður í 10-12 mínútur. Hægt er að nota venjulegan sykur eða púðursykur í stað flórsykursins. En þessi útgáfa finnst mér best. Njótið vel með góðu kaffi og við kertaljós – það eru jú bara jólin einu sinni á ári. Brauðtertur Jólamatur Kalkúnn Kjúklingur Smákökur Uppskriftir Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskriftir að heitu chillísúkkulaði, brauðkollum með fyllingu og dýrindis smákökum. Úr Íslandi í dag á Stöð 2. Heitt chillísúkkulaði f. fjóra1 rautt chillí-aldin eða ½ tsk. chillí-flögur eða-duft6 – 8 dl mjólk300 g suðusúkkulaði, saxað Fræhreinsið chillí-aldinið og saxið það mjög smátt. Hitið mjólkina, bætið chillí-aldininu út í og því næst súkkulaðinu. Berið fram gjarnan með þeyttum rjóma. Brauðkollur með fyllingu 10-12 brauðsneiðar 3 dl eldað kjúklina- eða kalkúnakjöt (tilvalið að nota afganga) 180 ml sýrður rjómi eða grísk jógúrt 3 msk. mangó chutney ½ - 1 tsk. karrí 1 dl sellerí, smátt skorið 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, smátt skorinn salt og pipar rósapipar og ferskt kóríander til skrauts Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og þrýstið sneiðunum ofarm í smurð múffuform í álbakka. Bakið við 200 gráður í um 10 mínútur eða þar til brauðkollurnar hafa tekið á sig gylltan blæ. Blandið öðru hráefni saman í skál. Látið brauðkollurnar kólna og fyllið síðan með kjúklinga-/kalkúnablöndunni. Skreytið með rósapipar og kóríander, ef vill. Besta smákakan Dásamleg fyllingin í kaffisúkkulaðinu gerir þessar smákökur himneskar.3 eggjahvítur150 g flórsykur4 - 5 stk. kaffisúkkulaði, (frá Góu-Lindu) söxuð (60 g hvert) Hitið ofninn í 130 - 140 gráður. Byrjið á því stífþeyta eggjahvíturnar eins og best er að gera í marengsgerð, því uppistaðan í kökunum er einmitt marengs. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum undir lok þeytingarinnar. Blandið síðan súkkulaðinu varlega saman við með sleif. Búið til litla toppa með tveimur teskeiðum og setjið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið kökurnar í 25 - 30 mínútur. Fylgist með kökunum en ef fyllingin byrjar að leka úr þeim eru kökurnar orðnar ofbakaðar. Ef marengs topparnir eru bakaðir við svo lágan hita verða þeir stökkir og þannig vil ég helst hafa þá. Best er að leyfa þeim að standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum til að leyfa marengsinum að þorna vel. Ef þið viljið hafa toppana mjúka þá er best að baka þá við 180 gráður í 10-12 mínútur. Hægt er að nota venjulegan sykur eða púðursykur í stað flórsykursins. En þessi útgáfa finnst mér best. Njótið vel með góðu kaffi og við kertaljós – það eru jú bara jólin einu sinni á ári.
Brauðtertur Jólamatur Kalkúnn Kjúklingur Smákökur Uppskriftir Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp