Björn Jörundur kynnir á Eddunni 15. febrúar 2011 13:00 Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér. „Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb Golden Globes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
„Ég er að byrja að teikna þetta upp," segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlaunahátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna - þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu," segir Björn sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna í nánd ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þó hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins," segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur." Störf kynna á verðlaunahátíðin vekja oft mikla athygli og skemmst er að minnast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globes-hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvikmyndabransinn eigi von á slíkri meðferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna," segir Björn. „Ég heyrði náttúrulega um það í fréttum - ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einvherjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra." Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?" - afb
Golden Globes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira