Dæmi um alvöru töffara Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. febrúar 2011 06:00 Spænska sjónvarpið sýnir um þessar mundir þætti sem tileinkaðir eru auglýsingum fyrr og nú. Það er afar athyglisvert að fylgjast með því hvernig Mammon hefur verið tilbeðinn fyrr og nú. Auglýsingar hafa breyst mikil ósköp á síðustu áratugum. Tækninni hefur fleygt fram en svo virðist sem markhópurinn sé alltaf jafn hégómagjarn og vitlaus. Ein af þeim hugmyndum sem flestar auglýsingar eru að sá í karlakolli er sú að við verðum svo voðalegir töffarar við það að eignast hitt og þetta. Ef við kaupum auglýsta vöru fáum við fallegustu kærustuna og girndaraugu kvenna fylgja okkur eins og hundur eiganda sínum. Ég trúði þessari vitleysu lengi vel og skipti þá engu þó ég tæki ekki eina einustu stúlku á löpp í rándýra Boss frakkanum mínum. Ég er ekki með það á hreinu hvað ungum drengjum er kennt í lífsleikni en mikið óskaplega held ég að það gæti sparað þeim mikla orku og pening ef þeim væri sagt frá alvöru töffara strax á unga aldri. Þessi alvöru töffari er nátturlega Díogenes frá Sínópu og það ætti helst að segja frá fundi hans og Alexanders mikla strax í lífsleikni 101. Það vildi þannig til að Díogenes lá í sólbaði þegar Alexander mikli kom í fullum herklæðum, á rauðum dregli og umkringdur undirlægjum til að hitta heimspekinginn auðmjúka. Hann tekur sér stöðu fyrir framan Díogenes sem lá sólsleginn í moldinni. Alexander gerir grein fyrir sér og spyr hvort hann geti nú ekki gert eitthvað fyrir snauðan heimspekinginn. Díogenes lítur á hann og segir; "jú, þú getur það svo sannarlega. Þú mátt taka eitt skref til hliðar." Þá áttaði Alexander sig á því að hann skyggði á sólina. Ef þetta er ekki töffaraskapur þá veit ég ekki hvað. Því má svo bæta við að Díogenes var iðulega klæddur í flík sem líktist einna helst rúmlaki og hann bjó í tunnu sem stóð úti á miðju torginu. Það hefur örugglega einhver kapítalistinn komið því til leiðar að Díogenesar er nú helst minnist fyrir heilkennin sem við hann eru kennd en sá sem þjáist af þeim safnar rusli. Það er að segja rusli sem ekki þarf að borga fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Spænska sjónvarpið sýnir um þessar mundir þætti sem tileinkaðir eru auglýsingum fyrr og nú. Það er afar athyglisvert að fylgjast með því hvernig Mammon hefur verið tilbeðinn fyrr og nú. Auglýsingar hafa breyst mikil ósköp á síðustu áratugum. Tækninni hefur fleygt fram en svo virðist sem markhópurinn sé alltaf jafn hégómagjarn og vitlaus. Ein af þeim hugmyndum sem flestar auglýsingar eru að sá í karlakolli er sú að við verðum svo voðalegir töffarar við það að eignast hitt og þetta. Ef við kaupum auglýsta vöru fáum við fallegustu kærustuna og girndaraugu kvenna fylgja okkur eins og hundur eiganda sínum. Ég trúði þessari vitleysu lengi vel og skipti þá engu þó ég tæki ekki eina einustu stúlku á löpp í rándýra Boss frakkanum mínum. Ég er ekki með það á hreinu hvað ungum drengjum er kennt í lífsleikni en mikið óskaplega held ég að það gæti sparað þeim mikla orku og pening ef þeim væri sagt frá alvöru töffara strax á unga aldri. Þessi alvöru töffari er nátturlega Díogenes frá Sínópu og það ætti helst að segja frá fundi hans og Alexanders mikla strax í lífsleikni 101. Það vildi þannig til að Díogenes lá í sólbaði þegar Alexander mikli kom í fullum herklæðum, á rauðum dregli og umkringdur undirlægjum til að hitta heimspekinginn auðmjúka. Hann tekur sér stöðu fyrir framan Díogenes sem lá sólsleginn í moldinni. Alexander gerir grein fyrir sér og spyr hvort hann geti nú ekki gert eitthvað fyrir snauðan heimspekinginn. Díogenes lítur á hann og segir; "jú, þú getur það svo sannarlega. Þú mátt taka eitt skref til hliðar." Þá áttaði Alexander sig á því að hann skyggði á sólina. Ef þetta er ekki töffaraskapur þá veit ég ekki hvað. Því má svo bæta við að Díogenes var iðulega klæddur í flík sem líktist einna helst rúmlaki og hann bjó í tunnu sem stóð úti á miðju torginu. Það hefur örugglega einhver kapítalistinn komið því til leiðar að Díogenesar er nú helst minnist fyrir heilkennin sem við hann eru kennd en sá sem þjáist af þeim safnar rusli. Það er að segja rusli sem ekki þarf að borga fyrir.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun