Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs 11. febrúar 2011 11:00 Í forsætisráðuneytinu efast menn um heimild saksóknara Alþingis til að leggja hald á gögn.Fréttablaðið/gva Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. [email protected] Landsdómur Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. [email protected]
Landsdómur Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira