Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 00:01 Guðmundur G. Þórarinsson. „Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði." Einvígi aldarinnar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði."
Einvígi aldarinnar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira