Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan 21. apríl 2011 06:00 Svona á að gera þetta Þessi Spaceman-teikning hefur hangið í goskælinum í Hagkaupi á Eiðistorgi. Hún er merkt Ölgerðinni. Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. [email protected] Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira