Aukin hætta af kvikasilfri 9. maí 2011 03:00 Hlýnun jarðar veldur því að kvikasilfursmengun verður hættulegri en ella.nordicphotos/AFP Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. [email protected] Loftslagsmál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Norðurskautsráðsins um vöktun og greiningu á norðurslóðum. Starfshópurinn hélt á dögunum ráðstefnu í Danmörku þar sem saman komu um 400 vísindamenn til þess að spá í þróun mála, meðal annars með hliðsjón af hlýnun jarðar og mengun í náttúrunni. „Sérstakar áhyggjur vekur að kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast í sumum dýrategundum á stórum svæðum á norðurslóðum,“ segir jafnframt í skýrslu starfshópsins. Þá kemur fram að hlýnun jarðar geti gert kvikasilfursmengun í hafi á norðurslóðum alvarlegri en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu leysist úr læðingi kvikasilfur sem hefur verið fast í freranum í þúsundir ára. Einnig getur hlýnun jarðar ýtt undir efnaferli sem gera efnin hættulegri en annars væri. Áhrifin eru þó misjöfn eftir svæðum. Til dæmis eru hvítabirnir á austurströnd Grænlands í meiri hættu því bráðnun íss auðveldar þeim að komast í sel, sem er með mikið magn af kvikasilfri í líkamanum. Á Svalbarða getur bráðnun íss hins vegar orðið til þess að birnirnir komist ekki frá landi og verði því að láta sér nægja kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr þar á eyjunum. Kvikasilfur finnst í nærri öllum tegundum fisks og skelfisks og getur valdið skaða á taugakerfi fóstra og ungra barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eru andlegir erfiðleikar algengari meðal barna á þeim svæðum heimsins, þar sem fiskur er meginuppistaða fæðunnar. Samkvæmt annarri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni, má búast við því að bráðnun íss á norðurslóðum geti orðið til þess að yfirborð sjávar hækki um 0,9 til 1,6 metra til næstu aldamóta, en það er mun meiri hækkun en hingað til hefur verið spáð. Báðar þessar skýrslur verða afhentar utanríkisráðherrum Íslands, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni. [email protected]
Loftslagsmál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira