Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni 12. maí 2011 06:00 gámar á hafnarbakkanum Hættulegt getur verið að flytja inn meira en flutt er úr landi, að sögn forstöðumanns greiningar Arion banka. Fréttablaðið/hari „Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. [email protected] Fréttir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. [email protected]
Fréttir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira