Alltaf þörf á góðum forritum 12. maí 2011 05:00 höfundur airserver Fjöldi heimsókna á vefsíðuna þar sem hugbúnaðurinn AirServer er seldur fór úr sjötíu á dag í tíu þúsund eftir umfjöllun erlendra tímarita.Fréttablaðið/ANTon „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab Fréttir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab
Fréttir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira