Reynslan nýtt til að bæta kerfið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 7. júní 2011 09:00 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur boðað breytingar á eftirfylgni stjórnvalda með meðferðarstofnunum. Þessar breytingar fela í sér að eftirlit verður hert og samningsákvæðum við þessar stofnanir verður breytt. Stefnt er að því að eftirlit með þessum stofnunum verði óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Breytingarnar beinast ekki síst að minni samtökum sem ráðherrann sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri hægt að fjármagna án þess að til komi miklu betra eftirlit en verið hefur. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, gagnrýndi í grein hér í Fréttablaðinu á laugardag að ríkisvaldið hefði hleypt af stokkunum eða styrkt illa ígrundaða starfsemi lítilla og veikra félaga og einstaklinga sem sem ætlað væri að sinna heilbrigðisþjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga en hefðu ekki bolmagn til að veita boðlega þjónustu og stæðust ekki kröfur. Gunnar Smári bendir á að bæði þarf sterkan faglegan grundvöll og öflugan fjárhagslega undirstöðu til þess að geta staðið undir því að veita góða heilbrigðisþjónustu til langs tíma. Undanfarin misseri hafa komið upp of mörg dæmi um að pottur sé brotinn varðandi þjónustu sem veitt er á stofnunum með þjónustusamning við ríkið, eða meðferð fjármuna hjá stjórnendum slíkra stofnana, nema hvort tveggja sé. Sem betur fer virðist sem nú eigi að nýta þessa reynslu til að bæta ástandið til framtíðar. Og það er ekki bara ríkið sem kaupir þjónustu sem snýr að velferð barna og fullorðinna af félagasamtökum og einstaklingum. Sveitarfélögin gera það í miklum mæli og nægir þar að nefna fjöldamarga einkarekna leikskóla sem eru að langmestu leyti fjármagnaðir af opinberu fé. Starf þessara skóla hefur sem betur fer verið farsælt. Engu að síður er mikilvægt að þess sé gætt að þeir uppfylli faglegar kröfur og að þar sé farið vel með fé skattgreiðenda. Eitt er að meðferð fjármuna standist ekki þær kröfur sem gerðar eru og auðvitað er skattgreiðendum misboðið þegar svo er. Verra er hitt þegar viðkvæmir einstaklingar lenda í höndunum á fólki sem af einhverjum ástæðum ræður ekki við það verkefni sem það hefur tekið að sér. Við þær aðstæður er hægt að vinna tjón sem erfitt er að bæta. Þjónusta félagasamtaka og einstaklinga í heilbrigðis-, félags- og menntamálum samkvæmt samningi við opinbera aðila er í flestum tilvikum bæði farsæl og góð. Um það ber margs konar starfsemi vitni. Þar má nefna SÁÁ, Stígamót og aragrúa stórra og smárra leikskóla sem dæmi. Það dregur ekki úr mikilvægi þess að eftirlit sé haft með starfseminni og þeir sem með valdið fara hafi þrótt til þess að slíta samningum þegar þjónustan stendur ekki undir væntingum. Þá er ekki síður mikilvægt að hlúð sé að starfsemi sem skilar miklum og góðum árangri og henni sé ekki haldið í óvissu varðandi fjárframlög til rekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Tengdar fréttir Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur boðað breytingar á eftirfylgni stjórnvalda með meðferðarstofnunum. Þessar breytingar fela í sér að eftirlit verður hert og samningsákvæðum við þessar stofnanir verður breytt. Stefnt er að því að eftirlit með þessum stofnunum verði óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Breytingarnar beinast ekki síst að minni samtökum sem ráðherrann sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri hægt að fjármagna án þess að til komi miklu betra eftirlit en verið hefur. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, gagnrýndi í grein hér í Fréttablaðinu á laugardag að ríkisvaldið hefði hleypt af stokkunum eða styrkt illa ígrundaða starfsemi lítilla og veikra félaga og einstaklinga sem sem ætlað væri að sinna heilbrigðisþjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga en hefðu ekki bolmagn til að veita boðlega þjónustu og stæðust ekki kröfur. Gunnar Smári bendir á að bæði þarf sterkan faglegan grundvöll og öflugan fjárhagslega undirstöðu til þess að geta staðið undir því að veita góða heilbrigðisþjónustu til langs tíma. Undanfarin misseri hafa komið upp of mörg dæmi um að pottur sé brotinn varðandi þjónustu sem veitt er á stofnunum með þjónustusamning við ríkið, eða meðferð fjármuna hjá stjórnendum slíkra stofnana, nema hvort tveggja sé. Sem betur fer virðist sem nú eigi að nýta þessa reynslu til að bæta ástandið til framtíðar. Og það er ekki bara ríkið sem kaupir þjónustu sem snýr að velferð barna og fullorðinna af félagasamtökum og einstaklingum. Sveitarfélögin gera það í miklum mæli og nægir þar að nefna fjöldamarga einkarekna leikskóla sem eru að langmestu leyti fjármagnaðir af opinberu fé. Starf þessara skóla hefur sem betur fer verið farsælt. Engu að síður er mikilvægt að þess sé gætt að þeir uppfylli faglegar kröfur og að þar sé farið vel með fé skattgreiðenda. Eitt er að meðferð fjármuna standist ekki þær kröfur sem gerðar eru og auðvitað er skattgreiðendum misboðið þegar svo er. Verra er hitt þegar viðkvæmir einstaklingar lenda í höndunum á fólki sem af einhverjum ástæðum ræður ekki við það verkefni sem það hefur tekið að sér. Við þær aðstæður er hægt að vinna tjón sem erfitt er að bæta. Þjónusta félagasamtaka og einstaklinga í heilbrigðis-, félags- og menntamálum samkvæmt samningi við opinbera aðila er í flestum tilvikum bæði farsæl og góð. Um það ber margs konar starfsemi vitni. Þar má nefna SÁÁ, Stígamót og aragrúa stórra og smárra leikskóla sem dæmi. Það dregur ekki úr mikilvægi þess að eftirlit sé haft með starfseminni og þeir sem með valdið fara hafi þrótt til þess að slíta samningum þegar þjónustan stendur ekki undir væntingum. Þá er ekki síður mikilvægt að hlúð sé að starfsemi sem skilar miklum og góðum árangri og henni sé ekki haldið í óvissu varðandi fjárframlög til rekstrar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun