Löggulíf - extended version Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Í sumar eigum við eftir að heyra í fréttum af heysprettu víða um land, fjölmennum fótboltamótum, umferð úr og í bæinn og týndu ferðafólki. Eitt vinsælasta efnið verður hins vegar íslenskar löggufréttir. Lögreglan vinnur afar erfitt og mikilvægt starf en fyrr má rota en dauðrota með nákvæmum fréttum af einum og tveimur sem stöðvaðir voru fyrir grun um ölvun eða hraðakstur. Lögguáherslan verður sjaldan ýktari en þegar kemur að bæjarhátíðum. Fyrirsjáanleg dagskrá, blöðrur og hoppkastalar einkenna hátíðarnar vissulega en þær eru líka fallegar og skemmtilegar og oft langstærsti viðburður ársins í viðkomandi bæjarfélagi. Það er ódýr afgreiðsla að hringja í lögguna á staðnum og einblína á það hvað hún gerði – eða gerði ekki. „Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á hátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði þar sem yfir tvö þúsund manns voru saman komnir." Klassískt stef. Dæmi úr útvarpsfrétt í fyrra. Í annarri hádegisfrétt, í öðrum miðli, var ekki vikið orði að stórkostlegu götugrilli sem fram fór í hverri einustu götu á Akranesi. Stuttri frétt af bæjarhátíðinni var þess í stað eytt í að segja: „Fjórir gistu fangageymslur síðastliðna nótt, tveir sökum ölvunar og einn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá var einn tekinn með fíkniefni og bíður nú skýrslutöku." Er þetta í alvörunni lýsandi fyrir 6.500 manna bæ sem er skreyttur í bak og fyrir og troðfullur af gestum? Er þetta yfirhöfuð fréttnæmt? Kvöldið eftir fjölmenntu ungir sem aldnir í brekkusöng. Eftir sönginn streymdi fólk úr brekkunni á bryggjuna þar sem langstærsta ball ársins á Skaga var haldið: Lopapeysan. Þangað mætir meirihluti fólks í heimaprjónuðum peysum. Og í hádegisfréttum daginn eftir? „Talsverður erill var hjá lögreglu á Akranesi í nótt (…) Nokkrir þurftu að gista í fangageymslu sökum ölvunar. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur og annar ökumaður var stöðvaður undir morgun, en sá var talinn hafa ekið undir áhrifum fíkniefna." Eftiraðra helgi með fimm bæjarhátíðum var þetta í útvarpsfréttum þar sem litið var yfir helgina: „Nóttin var að mestu róleg hjá lögreglunni á Selfossi, en tveir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur." Á frídegi verslunarmanna heyrðum við hins vegar þetta: „Tíðindalítið er af útihátíðum um allt land. Lögreglan hefur ekki þurft að hafa afskipti af leiðindauppákomum og brotlegu hátterni manna í nótt." Uuu –það að tíðindalítið sé af lögreglunni þýðir ekki endilega að tíðindalaust sé af hátíðunum sjálfum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun
Í sumar eigum við eftir að heyra í fréttum af heysprettu víða um land, fjölmennum fótboltamótum, umferð úr og í bæinn og týndu ferðafólki. Eitt vinsælasta efnið verður hins vegar íslenskar löggufréttir. Lögreglan vinnur afar erfitt og mikilvægt starf en fyrr má rota en dauðrota með nákvæmum fréttum af einum og tveimur sem stöðvaðir voru fyrir grun um ölvun eða hraðakstur. Lögguáherslan verður sjaldan ýktari en þegar kemur að bæjarhátíðum. Fyrirsjáanleg dagskrá, blöðrur og hoppkastalar einkenna hátíðarnar vissulega en þær eru líka fallegar og skemmtilegar og oft langstærsti viðburður ársins í viðkomandi bæjarfélagi. Það er ódýr afgreiðsla að hringja í lögguna á staðnum og einblína á það hvað hún gerði – eða gerði ekki. „Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur á hátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði þar sem yfir tvö þúsund manns voru saman komnir." Klassískt stef. Dæmi úr útvarpsfrétt í fyrra. Í annarri hádegisfrétt, í öðrum miðli, var ekki vikið orði að stórkostlegu götugrilli sem fram fór í hverri einustu götu á Akranesi. Stuttri frétt af bæjarhátíðinni var þess í stað eytt í að segja: „Fjórir gistu fangageymslur síðastliðna nótt, tveir sökum ölvunar og einn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá var einn tekinn með fíkniefni og bíður nú skýrslutöku." Er þetta í alvörunni lýsandi fyrir 6.500 manna bæ sem er skreyttur í bak og fyrir og troðfullur af gestum? Er þetta yfirhöfuð fréttnæmt? Kvöldið eftir fjölmenntu ungir sem aldnir í brekkusöng. Eftir sönginn streymdi fólk úr brekkunni á bryggjuna þar sem langstærsta ball ársins á Skaga var haldið: Lopapeysan. Þangað mætir meirihluti fólks í heimaprjónuðum peysum. Og í hádegisfréttum daginn eftir? „Talsverður erill var hjá lögreglu á Akranesi í nótt (…) Nokkrir þurftu að gista í fangageymslu sökum ölvunar. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur og annar ökumaður var stöðvaður undir morgun, en sá var talinn hafa ekið undir áhrifum fíkniefna." Eftiraðra helgi með fimm bæjarhátíðum var þetta í útvarpsfréttum þar sem litið var yfir helgina: „Nóttin var að mestu róleg hjá lögreglunni á Selfossi, en tveir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur." Á frídegi verslunarmanna heyrðum við hins vegar þetta: „Tíðindalítið er af útihátíðum um allt land. Lögreglan hefur ekki þurft að hafa afskipti af leiðindauppákomum og brotlegu hátterni manna í nótt." Uuu –það að tíðindalítið sé af lögreglunni þýðir ekki endilega að tíðindalaust sé af hátíðunum sjálfum!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun