Íslenskur Iggy Pop Trausti Júlíusson skrifar 29. júní 2011 11:00 Fyrsta plata Guðmundar Þóris Sigurðssonar er ekki frumleg en flott engu að síður. Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira