Best að fara til meistarans 21. júlí 2011 11:00 @Concept_myndatextar:Páll og Lucy fyrir utan starfsstöðvar sínar á Dalvegi 18.MYND/Haraldur Páll Gunnlaugsson bifreiðasmíðameistari er með sinn nýstofnaða Bílrúðumeistara á Dalvegi 18 í Kópavogi. „Ég hef unnið við ísetningar og viðgerðir á bílrúðum í tíu ár og svo útskrifaðist ég úr meistaraskólanum í fyrravor. Bíllinn þinn er því í öruggum höndum hjá mér,“ segir Páll en fyrirtæki hans sérhæfir sig í bílrúðum. Ef eigandi bíls lendir í vandræðum getur hann treyst á að Páll leysi auðveldlega úr þeim. „Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í mig og panta tíma. Ég sé um rest,“ segir Páll og getur þess að ef bílrúða brotni þurfi ekki að tala við tryggingafélögin. Einfaldara sé að fara beint til hans og hann muni sjá um samskiptin við tryggingafélagið og alla pappírsvinnuna, þar sem Bílrúðumeistarinn er viðurkenndur aðili hjá öllum tryggingafélögum á Íslandi. „Tryggingafélögin borga 99 komma eitthvað prósent af öllum þeim verkefnum sem koma til mín. Fólk þarf ekki að tala við tryggingafélagið frekar en það vill. Fólk þarf að vísu að borga sjálfsábyrgð fyrir að skipta út rúðu, en hins vegar er ókeypis að láta gera við litlar skemmdir. Tryggingafélagið borgar það upp í topp,“ segir Páll. Bílnum er hægt að skila til hans hvenær sem er sólarhrings og setja bíllykilinn inn um sérstaka lúgu fyrir lykla hjá Bílrúðumeistaranum. Páll er þó ekki eini meistarinn á Dalvegi 18. Við hliðina á bifreiðaverkstæðinu er Lucy kona hans með eigin hárgreiðslustofu. Skötuhjúin taka á móti viðskiptavinum hlið við hlið þótt þeir komi í mjög ólíkum erindagjörðum. Páll lofar toppgæðum og toppþjónustu. Ekki er verra að auðvelt er að finna verkstæðið hans á Dalvegi 18. Bílrúðumeistarinn er í sama húsi og Málning hf. og sést vel frá veginum. Sérblöð Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Páll Gunnlaugsson bifreiðasmíðameistari er með sinn nýstofnaða Bílrúðumeistara á Dalvegi 18 í Kópavogi. „Ég hef unnið við ísetningar og viðgerðir á bílrúðum í tíu ár og svo útskrifaðist ég úr meistaraskólanum í fyrravor. Bíllinn þinn er því í öruggum höndum hjá mér,“ segir Páll en fyrirtæki hans sérhæfir sig í bílrúðum. Ef eigandi bíls lendir í vandræðum getur hann treyst á að Páll leysi auðveldlega úr þeim. „Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í mig og panta tíma. Ég sé um rest,“ segir Páll og getur þess að ef bílrúða brotni þurfi ekki að tala við tryggingafélögin. Einfaldara sé að fara beint til hans og hann muni sjá um samskiptin við tryggingafélagið og alla pappírsvinnuna, þar sem Bílrúðumeistarinn er viðurkenndur aðili hjá öllum tryggingafélögum á Íslandi. „Tryggingafélögin borga 99 komma eitthvað prósent af öllum þeim verkefnum sem koma til mín. Fólk þarf ekki að tala við tryggingafélagið frekar en það vill. Fólk þarf að vísu að borga sjálfsábyrgð fyrir að skipta út rúðu, en hins vegar er ókeypis að láta gera við litlar skemmdir. Tryggingafélagið borgar það upp í topp,“ segir Páll. Bílnum er hægt að skila til hans hvenær sem er sólarhrings og setja bíllykilinn inn um sérstaka lúgu fyrir lykla hjá Bílrúðumeistaranum. Páll er þó ekki eini meistarinn á Dalvegi 18. Við hliðina á bifreiðaverkstæðinu er Lucy kona hans með eigin hárgreiðslustofu. Skötuhjúin taka á móti viðskiptavinum hlið við hlið þótt þeir komi í mjög ólíkum erindagjörðum. Páll lofar toppgæðum og toppþjónustu. Ekki er verra að auðvelt er að finna verkstæðið hans á Dalvegi 18. Bílrúðumeistarinn er í sama húsi og Málning hf. og sést vel frá veginum.
Sérblöð Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira