Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað.
Breivik hafði sagt að kjólföt myndu sýna hversu alvarlega hann tæki málið gegn sér. Dómstóllinn féllst ekki á það. Þá hefur verið ákveðið að réttarsalurinn verði lokaður líkt og síðast.
- þeb
