Rétt viðbrögð vinnufélaga skiptu sköpum 24. ágúst 2011 04:00 Vestmannaeyjahöfn í gær Maðurinn var hífður upp úr lestinni og var þá kominn til meðvitundar. fréttablaðið/óskar Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahú[email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um vinnuslys um borð í Álsey rétt fyrir klukkan ellefu. Starfsmaður sem var við löndun á makríl úr skipinu hafði misst meðvitund eftir stutta viðdvöl í lest skipsins. Vinnufélagar mannsins brugðust skjótt við og komu neyðargrímu á meðvitundarlausan félaga sinn. Maðurinn komst fljótlega aftur til meðvitundar. Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað og var maðurinn hífður upp úr lestinni og í land. Vinnufélagi mannsins sem kom neyðargrímunni til hans hafnaði því alfarið að greina frá slysinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær og sagði það eitt skipta máli að félagi hans hefði sloppið heill. Stefán Jónsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir engan vafa leika á því að skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins hafi skipt sköpum. „Þetta fór betur en á horfðist. Félagar mannsins voru afar fljótir að bregðast við og komu til hans súrefni.“ Stefán segir eðlilegt að hafa mikinn viðbúnað við viðburð sem þennan. „Það er engin áhætta tekin við útkall eins og þetta.“ Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að þrátt fyrir að um annað slysið á stuttum tíma sé að ræða þá megi ekki lesa mikið í það. Starfsmenn við löndunarþjónustu í Eyjum séu þaulvanir menn sem vita betur en aðrir hvaða hættur geti verið starfi þeirra samfara. Hér hafi verið um hreint óhapp að ræða sem ekki var hægt að afstýra. Eins sé allur búnaður við hendina ef óhöpp sem þessi verða. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim í gær eftir stutta dvöl á sjúkrahú[email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira