Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri 2. september 2011 03:00 Íslandsbanka í gær Málstofan í gær var hluti af fundaröð sem VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur staðið fyrir.Fréttablaðið/GVA Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira