Aðlögunaráætlunin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. september 2011 06:00 Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum. Hvaða skilyrði eru það? Jú, að Ísland leggi fram tímasetta áætlun um hvernig það hyggst uppfylla kröfur Evrópusambandsins um m.a. stjórnsýslu landbúnaðarmála og breytingar á löggjöf, fari svo að þjóðin segi já við aðildarsamningi. Af hverju eru þessi skilyrði sett? Vegna þess að Ísland lýsti yfir að það hygðist ekki byrja að laga stjórnsýslu, löggjöf og stofnanir sínar að regluverki ESB fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, færi svo að þjóðin segði já. Í rýniskýrslu sinni um landbúnað gerir Evrópusambandið engar athugasemdir við þessa aðferðafræði íslenzkra stjórnvalda, þótt hún sé frábrugðin því sem gerzt hefur í öllum öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild. Af hverju kemst Ísland upp með þetta? Eina ástæðan fyrir því er að íslenzk löggjöf, stofnanir og stjórnsýsla eru nú þegar mjög vel aðlagaðar regluverki ESB vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það sem á eftir að gera, komi til ESB-aðildar, er algjörir smámunir miðað við aðlögun undanfarinna sextán ára. Ísland er reyndar einna stytzt komið í aðlögun á sviði landbúnaðar, en það hjálpar þó heilmikið til að Alþingi skyldi í desember 2009 samþykkja frumvarp Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að taka upp stóran hluta af matvælalöggjöf Evrópusambandsins, sem gerbreytir öllu regluverki á sviði matvælaöryggis. Af hverju vill ESB sjá áætlunina áður en viðræður um landbúnaðarmálin hefjast? Það er vegna þess að ekki er hægt að ljúka samningaviðræðum við ríki nema aðildarríki ESB hafi fyrir því vissu að þau geti uppfyllt aðildarskilyrðin. Þannig að þótt ESB sætti sig við að Ísland ætli ekki að aðlaga löggjöf sína og stofnanir fyrr en á milli þjóðaratkvæðagreiðslu og gildistöku aðildar, segi þjóðin já, vill það fá að sjá hvernig á að fara að því að gera breytingarnar á svo skömmum tíma. Þýðir þetta að Ísland þurfi að hefja aðlögunina á sama tíma og verið er að vinna að aðildarsamningi, eins og Bændasamtökin halda fram? Nei, Ísland þarf eingöngu að sýna fram á að það sé fært um að aðlaga landbúnaðarkerfi sitt því sem gerist í ESB. Þýðir þetta að Íslendingar fái engar sérlausnir í landbúnaði í samningum við ESB? Nei, þvert á móti er sérstaða Íslands viðurkennd og tíunduð bæði í bréfi ráðherraráðs ESB og í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar. Af hverju vill Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra þá ekki byrja að vinna að áætluninni um hvernig aðlögun verður hrundið í framkvæmd? Af því að hann vill þvælast fyrir aðildarferlinu eins og hann mögulega getur, þrátt fyrir samþykkt Alþingis um aðildarumsókn og ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að þjóðin fái að taka ákvörðun um ESB-aðild. Hann er á móti því. Af hverju er Jón Bjarnason enn í ríkisstjórninni? Svarið við því liggur í tveimur tölum; 32:31. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun
Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum. Hvaða skilyrði eru það? Jú, að Ísland leggi fram tímasetta áætlun um hvernig það hyggst uppfylla kröfur Evrópusambandsins um m.a. stjórnsýslu landbúnaðarmála og breytingar á löggjöf, fari svo að þjóðin segi já við aðildarsamningi. Af hverju eru þessi skilyrði sett? Vegna þess að Ísland lýsti yfir að það hygðist ekki byrja að laga stjórnsýslu, löggjöf og stofnanir sínar að regluverki ESB fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, færi svo að þjóðin segði já. Í rýniskýrslu sinni um landbúnað gerir Evrópusambandið engar athugasemdir við þessa aðferðafræði íslenzkra stjórnvalda, þótt hún sé frábrugðin því sem gerzt hefur í öllum öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild. Af hverju kemst Ísland upp með þetta? Eina ástæðan fyrir því er að íslenzk löggjöf, stofnanir og stjórnsýsla eru nú þegar mjög vel aðlagaðar regluverki ESB vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það sem á eftir að gera, komi til ESB-aðildar, er algjörir smámunir miðað við aðlögun undanfarinna sextán ára. Ísland er reyndar einna stytzt komið í aðlögun á sviði landbúnaðar, en það hjálpar þó heilmikið til að Alþingi skyldi í desember 2009 samþykkja frumvarp Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að taka upp stóran hluta af matvælalöggjöf Evrópusambandsins, sem gerbreytir öllu regluverki á sviði matvælaöryggis. Af hverju vill ESB sjá áætlunina áður en viðræður um landbúnaðarmálin hefjast? Það er vegna þess að ekki er hægt að ljúka samningaviðræðum við ríki nema aðildarríki ESB hafi fyrir því vissu að þau geti uppfyllt aðildarskilyrðin. Þannig að þótt ESB sætti sig við að Ísland ætli ekki að aðlaga löggjöf sína og stofnanir fyrr en á milli þjóðaratkvæðagreiðslu og gildistöku aðildar, segi þjóðin já, vill það fá að sjá hvernig á að fara að því að gera breytingarnar á svo skömmum tíma. Þýðir þetta að Ísland þurfi að hefja aðlögunina á sama tíma og verið er að vinna að aðildarsamningi, eins og Bændasamtökin halda fram? Nei, Ísland þarf eingöngu að sýna fram á að það sé fært um að aðlaga landbúnaðarkerfi sitt því sem gerist í ESB. Þýðir þetta að Íslendingar fái engar sérlausnir í landbúnaði í samningum við ESB? Nei, þvert á móti er sérstaða Íslands viðurkennd og tíunduð bæði í bréfi ráðherraráðs ESB og í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar. Af hverju vill Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra þá ekki byrja að vinna að áætluninni um hvernig aðlögun verður hrundið í framkvæmd? Af því að hann vill þvælast fyrir aðildarferlinu eins og hann mögulega getur, þrátt fyrir samþykkt Alþingis um aðildarumsókn og ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að þjóðin fái að taka ákvörðun um ESB-aðild. Hann er á móti því. Af hverju er Jón Bjarnason enn í ríkisstjórninni? Svarið við því liggur í tveimur tölum; 32:31.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun