Pönk gegn Alþingi Haukur Viðar Alfreðssson skrifar 15. september 2011 12:00 Haukur Már er síður en svo hlutlaus í nálgun sinni á efnið, enda væri lítið fútt í slíkum vinnubrögðum. Bíó. Ge9n. Leikstjóri: Haukur Már Helgason. Ef þú ert á þeirri skoðun að allir aktívistar séu húðlatir hústökumenn sem lögreglan ætti að „taka harðar á" eru hverfandi líkur á að þér muni geðjast að heimildarmyndinni Ge9n eftir Hauk Má Helgason. „Níumenningarnir" svokölluðu eru hér í aðalhlutverkum, en það er fólkið sem var ákært fyrir árás á Alþingi í desember 2008. Haukur Már er síður en svo hlutlaus í nálgun sinni á efnið, enda væri lítið fútt í slíkum vinnubrögðum. Hlutdrægar heimildarmyndir eru engu að síður litnar hornauga af mörgum, kallaðar „áróðursmyndir" líkt og um nasistaglansmyndir Leni Riefenstahl væri að ræða, en Ge9n er tæplega áróðursmynd. Níumenningarnir voru beittir ranglæti og dómsmálið gegn þeim var farsakennt. Myndin hoppar á milli viðtala við fólkið og svipmynda úr búsáhaldabyltingunni. Af og til les hinn kaldhæðni Goddur upp úr bloggum misvitra netverja um aktívistana. Það gerir hann meðal annars í stílhreinum stofum úr Ikea. Einfalt og symbolískt myndmál sem svínvirkar. Myndin dettur ekki í þá gryfju að mála níumenningana sem vælandi fórnarlömb. Það hefði verið ofureinfalt að senda þau öll í rakstur og smink til að fiska samúð áhorfandans („Þetta gæti verið ég!") en þess í stað eru þau í sömu rifnu gallabuxunum og þau klæddust þegar hin meinta árás var framin. Það er heiðarlegt. Ge9n er pönk-listaverk. „Öskur meðaljónsins" er áhrifamikil sena sem brýtur myndina skemmtilega upp. Notkun tónlistar er einnig skemmtileg og útpæld. Ástsælar íslenskar dægurlagalummur (heilagar kýr?) eru teknar í sundur og settar saman á ný á frumlegan en jafnframt pervertískan máta. Þetta kallast fullkomlega á við rauðan þráð myndarinnar, uppreisnina gegn hinu þægilega og örugga. Ég hef aldrei heyrt Erlu Þorsteinsdóttur snúið á haus fyrr en nú, og ég var yfir mig hrifinn. Það var þó dapurlegt að sjá hversu fáir voru á sýningunni. Fyrir utan undirritaðan voru fjórir í salnum. Það var kannski fyrirsjáanlegt, enda þægilegra að gera eitthvað annað. Niðurstaða: Virkilega flott mynd um furðulegt mál. Listrænn metnaður bætir fyrir örfáa vankanta í flæðinu. Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Ge9n. Leikstjóri: Haukur Már Helgason. Ef þú ert á þeirri skoðun að allir aktívistar séu húðlatir hústökumenn sem lögreglan ætti að „taka harðar á" eru hverfandi líkur á að þér muni geðjast að heimildarmyndinni Ge9n eftir Hauk Má Helgason. „Níumenningarnir" svokölluðu eru hér í aðalhlutverkum, en það er fólkið sem var ákært fyrir árás á Alþingi í desember 2008. Haukur Már er síður en svo hlutlaus í nálgun sinni á efnið, enda væri lítið fútt í slíkum vinnubrögðum. Hlutdrægar heimildarmyndir eru engu að síður litnar hornauga af mörgum, kallaðar „áróðursmyndir" líkt og um nasistaglansmyndir Leni Riefenstahl væri að ræða, en Ge9n er tæplega áróðursmynd. Níumenningarnir voru beittir ranglæti og dómsmálið gegn þeim var farsakennt. Myndin hoppar á milli viðtala við fólkið og svipmynda úr búsáhaldabyltingunni. Af og til les hinn kaldhæðni Goddur upp úr bloggum misvitra netverja um aktívistana. Það gerir hann meðal annars í stílhreinum stofum úr Ikea. Einfalt og symbolískt myndmál sem svínvirkar. Myndin dettur ekki í þá gryfju að mála níumenningana sem vælandi fórnarlömb. Það hefði verið ofureinfalt að senda þau öll í rakstur og smink til að fiska samúð áhorfandans („Þetta gæti verið ég!") en þess í stað eru þau í sömu rifnu gallabuxunum og þau klæddust þegar hin meinta árás var framin. Það er heiðarlegt. Ge9n er pönk-listaverk. „Öskur meðaljónsins" er áhrifamikil sena sem brýtur myndina skemmtilega upp. Notkun tónlistar er einnig skemmtileg og útpæld. Ástsælar íslenskar dægurlagalummur (heilagar kýr?) eru teknar í sundur og settar saman á ný á frumlegan en jafnframt pervertískan máta. Þetta kallast fullkomlega á við rauðan þráð myndarinnar, uppreisnina gegn hinu þægilega og örugga. Ég hef aldrei heyrt Erlu Þorsteinsdóttur snúið á haus fyrr en nú, og ég var yfir mig hrifinn. Það var þó dapurlegt að sjá hversu fáir voru á sýningunni. Fyrir utan undirritaðan voru fjórir í salnum. Það var kannski fyrirsjáanlegt, enda þægilegra að gera eitthvað annað. Niðurstaða: Virkilega flott mynd um furðulegt mál. Listrænn metnaður bætir fyrir örfáa vankanta í flæðinu.
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira