Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing 17. september 2011 06:00 Eftirlit með hrossum Dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum, þar sem grunur leikur á að hryssur hafi verið illa skaðaðar af mannavöldum. Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. [email protected] Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. [email protected]
Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira