Dýrtíðartabú Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 19. september 2011 10:15 Var ekki einhvern tímann ódýrt að borða fisk? Það er eins og mig rámi í það. Í það minnsta var fiskur mörgum sinnum í viku í matinn hjá flestum sem ég þekki. Jafnvel svo oft að það var sumum til ama. Í dag heitir það fagnaður ef ekki er grísahakk í kvöldmatinn. Dýrtíðargrísir reyna stundum að þyrla því ryki upp að það sé ekkert dýrt að kaupa hollan mat. Ekki sé nú ódýrara að kaupa kexið og snakkið. Eins og það sé einmitt það sem fólkið sem kaupir ekki fisk í kvöldmatinn sé að setja í staðinn í körfuna. Kex og snakk. Ég gat svona næstum skilið kunningja minn sem sagðist stundum langa til að ráðast á fólk með lífrænt grænmeti í körfu sem hvaða-hvaðar yfir kílóverði hollustunnar. Segir fólk bara geta hætt að éta kökurnar og kaupa fisk. Stór hópur fólks hefur einmitt hvorki efni á kexi né fiski. Og kvöldmaturinn er kjötfars. Kílóverðið talar sínu máli. Kílóverðið af kjötfarsi slagar upp í einn fjórða af kílóverði fisks úti í minni búð. Þeir sem smíðuðu línuna um að lífið væri of stutt fyrir vondan mat búa ekki í fátækustu hverfum borgarinnar og hafa ekki lent í óæðri endanum á þessu röri; auraráðin leyfa ekki holla fæðu. Það er ótrúlegt hve viðkvæmt það er að velta þeim steinum við að það sé dýrt að borða hollan mat. Eins og það sé móðgun við Lýðheilsustöð. Eins og feita fólkið sé að réttlæta það að geta haldið áfram að borða rusl með því að benda á verðið. Afsaki sig með kílóverðinu sem stendur þó þarna skýrum stöfum. Það þurfi bara að skipuleggja sig betur. En það skipuleggur enginn fáar krónur þannig að úr verði eitthvað meira en dugar fyrir klósettpappír og nauðsynjum. Nágranni vinnufélaga míns, átta ára, hefur aldrei farið í bíó þótt hann hafi alla ævi langað. Aurarnir eru bara ekki til. Hvorki fyrir fiski né miða. Því miður. En aftur að fiskinum, sem ég er með á heilanum, játa það. Ég les hverja einustu smáfrétt um hollusturannsóknir á fiski og veit hversu ljómandi vel mér líður snæði ég hann daglega. Ég gleymi því ekki þegar þá sjötugur kennari minn í málsögu í Háskóla Íslands, Helgi Guðmundsson, sagði mér að á ákveðnu skeiði lífs síns hefði hann einungis borðað fisk, alla daga vikunnar. Engar vísindalegar rannsóknir sem tengja þetta saman svo sem, en margir nemendur héldu að skekkja væri í kennitölu Helga, svo unglegur var hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Var ekki einhvern tímann ódýrt að borða fisk? Það er eins og mig rámi í það. Í það minnsta var fiskur mörgum sinnum í viku í matinn hjá flestum sem ég þekki. Jafnvel svo oft að það var sumum til ama. Í dag heitir það fagnaður ef ekki er grísahakk í kvöldmatinn. Dýrtíðargrísir reyna stundum að þyrla því ryki upp að það sé ekkert dýrt að kaupa hollan mat. Ekki sé nú ódýrara að kaupa kexið og snakkið. Eins og það sé einmitt það sem fólkið sem kaupir ekki fisk í kvöldmatinn sé að setja í staðinn í körfuna. Kex og snakk. Ég gat svona næstum skilið kunningja minn sem sagðist stundum langa til að ráðast á fólk með lífrænt grænmeti í körfu sem hvaða-hvaðar yfir kílóverði hollustunnar. Segir fólk bara geta hætt að éta kökurnar og kaupa fisk. Stór hópur fólks hefur einmitt hvorki efni á kexi né fiski. Og kvöldmaturinn er kjötfars. Kílóverðið talar sínu máli. Kílóverðið af kjötfarsi slagar upp í einn fjórða af kílóverði fisks úti í minni búð. Þeir sem smíðuðu línuna um að lífið væri of stutt fyrir vondan mat búa ekki í fátækustu hverfum borgarinnar og hafa ekki lent í óæðri endanum á þessu röri; auraráðin leyfa ekki holla fæðu. Það er ótrúlegt hve viðkvæmt það er að velta þeim steinum við að það sé dýrt að borða hollan mat. Eins og það sé móðgun við Lýðheilsustöð. Eins og feita fólkið sé að réttlæta það að geta haldið áfram að borða rusl með því að benda á verðið. Afsaki sig með kílóverðinu sem stendur þó þarna skýrum stöfum. Það þurfi bara að skipuleggja sig betur. En það skipuleggur enginn fáar krónur þannig að úr verði eitthvað meira en dugar fyrir klósettpappír og nauðsynjum. Nágranni vinnufélaga míns, átta ára, hefur aldrei farið í bíó þótt hann hafi alla ævi langað. Aurarnir eru bara ekki til. Hvorki fyrir fiski né miða. Því miður. En aftur að fiskinum, sem ég er með á heilanum, játa það. Ég les hverja einustu smáfrétt um hollusturannsóknir á fiski og veit hversu ljómandi vel mér líður snæði ég hann daglega. Ég gleymi því ekki þegar þá sjötugur kennari minn í málsögu í Háskóla Íslands, Helgi Guðmundsson, sagði mér að á ákveðnu skeiði lífs síns hefði hann einungis borðað fisk, alla daga vikunnar. Engar vísindalegar rannsóknir sem tengja þetta saman svo sem, en margir nemendur héldu að skekkja væri í kennitölu Helga, svo unglegur var hann.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun