Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán Jóhanna Sigurþórsdóttir og Stígur Helgason skrifar 29. september 2011 04:00 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákæran á hendur fólkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna. Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði. Mennirnir tveir, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ívar Aron Hill Ævarsson, eru margdæmdir brotamenn. Konan hefur áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Að þessu sinni er mönnunum gefið að sök að hafa í íbúð í Reykjavík slegið fórnarlambið í andlitið svo hann fékk blóðnasir. Að því búnu hafi þeir skipað honum að klæðast hettupeysu og leitt hann nauðugan og með hettu yfir höfði sér frá íbúðinni að heimili hans. Á leiðinni hélt hvor undir sinn handlegg mannsins og beindu öðru hvoru hnífum að síðum hans, að því er segir í ákæru. Þegar kom á heimili mannsins söfnuðu hinir ákærðu ræningjar saman ýmsum verðmætum í eigu hans og höfðu á brott með sér. Fórnarlambið reyndi ekki að hindra mennina af ótta við þá. Áætlað verðmæti þýfisins er samtals yfir tvær milljónir króna. Meðal þess sem þeir stálu var flatskjár, heimabíótæki, tölvubúnaður, myndavél, kaffivél, samlokugrill, iPod-spilari, sjónvarpsflakkari, GSM-sími, úr, málverk, veiðistangir, vöðlur, munir til fluguhnýtinga, ýmis fatnaður, snjóbretti og snjóbrettaskór. Konan er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í ráninu og farið með Ívari Aroni í hraðbanka Kaupþings í Hafnarfirði, þar sem þau tóku út þúsund krónur með greiðslukorti sem þau höfðu rænt frá manninum. Tryggingamiðstöðin krefur hin ákærðu um bætur upp á ríflega 1,1 milljón króna.
Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Sjá meira