Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum 29. september 2011 06:00 Steinunn Gyðu- og guðjónsdóttir Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. [email protected] Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. [email protected]
Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira