Skylda okkar að vinna í Útsvari 29. september 2011 04:45 Ómar Stefánsson Bæjarfulltrúinn segir lið Kópavogs undanfarin tvö ár hafa verið skipuð hálfdrættingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Til að undirstrika þunga málsins lagði Ómar fram sérstaka bókun á síðasta bæjarráðsfundi. „Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins,“ bókaði Ómar. Reyndar kom í ljós eftir bæjarráðsfundinn að Útsvarslið Kópavogs hafði þegar verið mannað. „Þetta er víst úrvalslið núna og ég hef heyrt að það stundi stífar æfingar. Ég hef meiri væntingar til þess en að HK verði Íslandsmeistari í handbolta,“ segir Ómar. Kópavogur vann Útsvarskeppnina tvö fyrstu árin en næstu tvö árin þar á eftir ekki. „Þetta voru hálfdrættingar og fengu ekki fullan hlut,“ lýsir Ómar Útsvarsliði Kópavogs síðustu tvö árin. Hann segir hins vegar að knattspyrnulið Breiðabliks hafi haldið uppi heiðri bæjarins undanfarin tvö ár með því að vinna fyrst bikarmeistaratitil og síðan Íslandsmeistaratitil í fyrra. Í ár sé slíku ekki að heilsa. „Kópavogur er nafli alheimsins og það er ábyrg skylda okkar að minna á okkur reglulega. Við erum alltaf bestir í einhverju á hverju ári,“ segir Ómar Stefánsson.- gar Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Til að undirstrika þunga málsins lagði Ómar fram sérstaka bókun á síðasta bæjarráðsfundi. „Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins,“ bókaði Ómar. Reyndar kom í ljós eftir bæjarráðsfundinn að Útsvarslið Kópavogs hafði þegar verið mannað. „Þetta er víst úrvalslið núna og ég hef heyrt að það stundi stífar æfingar. Ég hef meiri væntingar til þess en að HK verði Íslandsmeistari í handbolta,“ segir Ómar. Kópavogur vann Útsvarskeppnina tvö fyrstu árin en næstu tvö árin þar á eftir ekki. „Þetta voru hálfdrættingar og fengu ekki fullan hlut,“ lýsir Ómar Útsvarsliði Kópavogs síðustu tvö árin. Hann segir hins vegar að knattspyrnulið Breiðabliks hafi haldið uppi heiðri bæjarins undanfarin tvö ár með því að vinna fyrst bikarmeistaratitil og síðan Íslandsmeistaratitil í fyrra. Í ár sé slíku ekki að heilsa. „Kópavogur er nafli alheimsins og það er ábyrg skylda okkar að minna á okkur reglulega. Við erum alltaf bestir í einhverju á hverju ári,“ segir Ómar Stefánsson.- gar
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira