Gölluð vara úr góðu efni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2011 21:00 Inside Lara Roxx kvikmynd Bíó. Inside Lara Roxx. Leikstjóri: Mia Donovan. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum. Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn, en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eiturlyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar". Hún er langt frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú að laga líf sitt að afleiðingunum. Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þessarar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er augunum erfið á köflum og „sögumennska" konunnar á bak við myndavélina er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það ekki. Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi. Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Inside Lara Roxx. Leikstjóri: Mia Donovan. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lara Roxx er fyrrverandi vandræðaunglingur sem fluttist frá Kanada til Kaliforníu og lék í klámmyndum til að framfleyta sér. Eftir að hafa leikið í fáeinum myndum smitaðist hún af HIV-veirunni, en hún var ein þriggja kvenna sem smituðust af sama karlinum. Öll léku þau í klámmyndum. Í Inside Lara Roxx fylgjumst við með baráttu stúlkunnar við sjúkdóminn, en auk þess að vera HIV-smituð glímir hún við geðræna kvilla og eiturlyfjafíkn. Lara fellur ekki inn í staðalmynd „klámstjörnunnar". Hún er langt frá því að vera heimsk, er með skakkar tennur og virðist ekki hafa látið breyta sér líkamlega. En hún hefur tekið slæmar ákvarðanir og verður nú að laga líf sitt að afleiðingunum. Þessi sæmilega heimildarmynd gefur áhorfandanum innsýn í líf þessarar ólánsömu konu en hvergi er kafað sérlega djúpt. Myndatakan er augunum erfið á köflum og „sögumennska" konunnar á bak við myndavélina er handahófskennd og þurr. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir það að fara ekki auðveldustu leiðina, sem væri að kæfa áhorfandann í dramatískri tilgerð. Efnið býður upp á það en leikstýran hefur vit á því að gera það ekki. Niðurstaða: Umfjöllunarefnið er áhugavert en framkvæmdin ófullnægjandi.
Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira