Alþingi og almenningur Jónína Michaelsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara. Þegar almenningur tók sig til nýverið og greip til þeirra ráða sem kennd voru í búsáhaldabyltingunni, en þó á mun lægri nótum, kom alvörusvipur á höfunda hennar. Spurning hvort ekki þyrfti að breyta þeirri hefð að alþingismenn gengju til kirkju. Í spjalli við fréttamann fyrir utan Alþingishúsið strauk hinn hinn geðþekki forseti Alþingis hlýlega húsið og minnti á að þetta hús ætti þjóðin og ekki væri við hæfi að ráðast á það. Sem er auðvitað hárrétt, en það var líka hárrétt í búsáhaldabyltingunni sálugu. Frelsi eða forsjáÞað er með frelsið eins og svo margt annað, að þegar við erum svipt því skyndilega og fyrirvaralaust finnum við fyrir því og veitum viðnám. En þegar hægfara sósíalisma er smeygt á okkur smám saman tökum við ekki eftir því fyrr en ekki verður aftur snúið. Í raun erum við skref fyrir skref að afsala okkur frelsi í skiptum fyrir forsjá. Forsjá ríkisins. Ríkisstjórnin okkar hækkar skatta og þrengir að á öllum sviðum. Hún er líka nefndasafnari. Þar er ekki sparað. Eitt verkefnið af öðru er sett í vel launaða nefnd eða starfshóp og frá því greint eins og þar með sé vönduð niðurstaða í höfn. Ef ríkisstjórnin hefur skilning á lögmálum atvinnulífsins, þá fer hún mjög leynt með það. Kannski er atvinnulífið of flókið fyrir þá sem kunna best við sig í nefndum, og eiga erfitt með að treysta fólki fyrir sjálfu sér. Betra að ríkið ákveði hvað því er fyrir bestu. Ekki góðir í rekstriMaður sem um árabil hefur umgengist útlendinga vegna vinnu sinnar, bæði hér heima og erlendis, segir að þeir fylgist vel með því sem hér er að gerast á hverjum tíma. Þeim þyki mikið til Íslendinga koma. Tala um hvað þeir séu hugmyndaríkir og skapandi, duglegir, snöggir að taka ákvarðanir og frumkvöðlar á ýmsum sviðum. Hins vegar séu þeir almennt ekki miklir rekstrarmenn. Og það þykir þeim furðulegt. Í stað þess að stofna fyrirtæki, vinna að vexti þess og þróun, hlúa að góðu starfsfólki og reyna að halda í það, þá eru menn að kaupa hlut í fyrirtækjum sem þeir koma svo ekkert að, flengjast um heiminn og fjárfesta í rekstri sem þeir hafa ekkert vit á. Þó að þetta sé ekki algilt er óneitanlega dálítið til í þessu. Spurningin er hvort einkaframtaksmenn og atvinnurekendur ættu ekki að láta meira til sín taka í hinni almennu þjóðfélagsumræðu. Ekki láta sig hana litlu varða nema sem umkvörtunarefni. Því að afleiðing af því er sú að það fólk sem kemst til valda og ræður í krafti stjórnmála er kannski fólk sem hefur ekkert vit á lögmálum atvinnulífsins. Og það er þetta fólk sem markar starfsskilyrði og vöxt atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara. Þegar almenningur tók sig til nýverið og greip til þeirra ráða sem kennd voru í búsáhaldabyltingunni, en þó á mun lægri nótum, kom alvörusvipur á höfunda hennar. Spurning hvort ekki þyrfti að breyta þeirri hefð að alþingismenn gengju til kirkju. Í spjalli við fréttamann fyrir utan Alþingishúsið strauk hinn hinn geðþekki forseti Alþingis hlýlega húsið og minnti á að þetta hús ætti þjóðin og ekki væri við hæfi að ráðast á það. Sem er auðvitað hárrétt, en það var líka hárrétt í búsáhaldabyltingunni sálugu. Frelsi eða forsjáÞað er með frelsið eins og svo margt annað, að þegar við erum svipt því skyndilega og fyrirvaralaust finnum við fyrir því og veitum viðnám. En þegar hægfara sósíalisma er smeygt á okkur smám saman tökum við ekki eftir því fyrr en ekki verður aftur snúið. Í raun erum við skref fyrir skref að afsala okkur frelsi í skiptum fyrir forsjá. Forsjá ríkisins. Ríkisstjórnin okkar hækkar skatta og þrengir að á öllum sviðum. Hún er líka nefndasafnari. Þar er ekki sparað. Eitt verkefnið af öðru er sett í vel launaða nefnd eða starfshóp og frá því greint eins og þar með sé vönduð niðurstaða í höfn. Ef ríkisstjórnin hefur skilning á lögmálum atvinnulífsins, þá fer hún mjög leynt með það. Kannski er atvinnulífið of flókið fyrir þá sem kunna best við sig í nefndum, og eiga erfitt með að treysta fólki fyrir sjálfu sér. Betra að ríkið ákveði hvað því er fyrir bestu. Ekki góðir í rekstriMaður sem um árabil hefur umgengist útlendinga vegna vinnu sinnar, bæði hér heima og erlendis, segir að þeir fylgist vel með því sem hér er að gerast á hverjum tíma. Þeim þyki mikið til Íslendinga koma. Tala um hvað þeir séu hugmyndaríkir og skapandi, duglegir, snöggir að taka ákvarðanir og frumkvöðlar á ýmsum sviðum. Hins vegar séu þeir almennt ekki miklir rekstrarmenn. Og það þykir þeim furðulegt. Í stað þess að stofna fyrirtæki, vinna að vexti þess og þróun, hlúa að góðu starfsfólki og reyna að halda í það, þá eru menn að kaupa hlut í fyrirtækjum sem þeir koma svo ekkert að, flengjast um heiminn og fjárfesta í rekstri sem þeir hafa ekkert vit á. Þó að þetta sé ekki algilt er óneitanlega dálítið til í þessu. Spurningin er hvort einkaframtaksmenn og atvinnurekendur ættu ekki að láta meira til sín taka í hinni almennu þjóðfélagsumræðu. Ekki láta sig hana litlu varða nema sem umkvörtunarefni. Því að afleiðing af því er sú að það fólk sem kemst til valda og ræður í krafti stjórnmála er kannski fólk sem hefur ekkert vit á lögmálum atvinnulífsins. Og það er þetta fólk sem markar starfsskilyrði og vöxt atvinnulífsins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun