Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós 14. október 2011 06:00 Lilja Rós ásamt syni sínum reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. [email protected] Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. [email protected]
Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira