Nóttin á bak við lífið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. október 2011 14:00 Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson. Bækur. Hjarta mannsins. Jón Kalman Stefánsson. Bjartur. Hjarta mannsins er lokabindið í þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar sem hófst með Himnaríki og helvíti árið 2007 og hélt áfram með Harmi englanna 2009. Hjarta mannsins er kynnt sem sjálfstætt framhald hinna bókanna en hefst þó þar sem Harmur englanna endar og örugglega er erfitt fyrir þá sem ekki hafa lesið fyrri bindin að ná utan um söguna og átta sig á aðstæðum til að byrja með. Atburðir fyrri bókanna eru ekki rifjaðir upp, en vísað til þeirra í framhjáhlaupi þannig að sá sem ekki þekkir þær er væntanlega dálítið áttavilltur í þessari bók lengi framan af. Strákurinn er hér enn í aðalhlutverki, alltaf kallaður strákur eða drengur þótt hann sé þegar hér er komið sögu orðinn ungur maður og ástin farin að herja á hann af auknum krafti. Hann heldur áfram að vera örlagavaldur í lífi fólksins í Plássinu og ekki síður í smáplássunum og kotbýlunum sem hann heimsækir á leið sinni að heiman og heim. Persónugalleríið er margslungið og Kalman kann þá list að gæða persónurnar lífi, allt niður í smæstu aukapersónur. Þetta er fólk af holdi og blóði, breyskt og gallað upp til hópa en hér er ekki teiknað í svarthvítu og hver persóna á sína sögu sem gerir hana skiljanlega og elskuverða – þrátt fyrir allt. Styrkur Kalmans sem höfundar liggur þó fyrst og fremst í stílnum. Textinn brýst fram eins og snjóflóð, hrífur lesandann með sér og þeytir honum á vegg og það er átak að snúa aftur til veruleikans eftir að hafa borist með sterkum og krefjandi orðaflaumnum í þessa horfnu veröld. Á köflum þykir lesanda næstum nóg um og biður í hljóði um færri og færri orð, en þegar upp er staðið reynast öll þessi orð bráðnauðsynleg til að skapa þau sterku hughrif sem bókin veldur. Lýsingarnar eru meistaralega unnar, lesandinn finnur nánast kuldann, rakann, andþrengslin, sorgina og fisklyktina, og í hinum óvænta en magnaða lokakafla stendur hann sig að því að biðja einsog barn í þrjúbíói: Nei, nei, nei! Ekki láta hann fara þangað! Það er fáum blöðum um það að fletta að þessi þríleikur Jóns Kalmans er eitt mesta stórvirki í íslenskum bókmenntum síðari ára. Þessi saga forfeðranna, sagan af lífskjörum þeirra, þrautseigju og baráttu við hafið og önnur náttúruöfl hefur sjaldan verið betur sögð. Það er rétt sem höfundur lætur hina framliðnu sögumenn hvísla í upphafi bókar: „Þetta eru sögurnar sem við eigum að segja." Niðurstaða: Glæsilegt lokabindi þríleiksins um Strákinn og Plássið. Meistaralega stíluð, sár og hrífandi saga. Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Hjarta mannsins. Jón Kalman Stefánsson. Bjartur. Hjarta mannsins er lokabindið í þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar sem hófst með Himnaríki og helvíti árið 2007 og hélt áfram með Harmi englanna 2009. Hjarta mannsins er kynnt sem sjálfstætt framhald hinna bókanna en hefst þó þar sem Harmur englanna endar og örugglega er erfitt fyrir þá sem ekki hafa lesið fyrri bindin að ná utan um söguna og átta sig á aðstæðum til að byrja með. Atburðir fyrri bókanna eru ekki rifjaðir upp, en vísað til þeirra í framhjáhlaupi þannig að sá sem ekki þekkir þær er væntanlega dálítið áttavilltur í þessari bók lengi framan af. Strákurinn er hér enn í aðalhlutverki, alltaf kallaður strákur eða drengur þótt hann sé þegar hér er komið sögu orðinn ungur maður og ástin farin að herja á hann af auknum krafti. Hann heldur áfram að vera örlagavaldur í lífi fólksins í Plássinu og ekki síður í smáplássunum og kotbýlunum sem hann heimsækir á leið sinni að heiman og heim. Persónugalleríið er margslungið og Kalman kann þá list að gæða persónurnar lífi, allt niður í smæstu aukapersónur. Þetta er fólk af holdi og blóði, breyskt og gallað upp til hópa en hér er ekki teiknað í svarthvítu og hver persóna á sína sögu sem gerir hana skiljanlega og elskuverða – þrátt fyrir allt. Styrkur Kalmans sem höfundar liggur þó fyrst og fremst í stílnum. Textinn brýst fram eins og snjóflóð, hrífur lesandann með sér og þeytir honum á vegg og það er átak að snúa aftur til veruleikans eftir að hafa borist með sterkum og krefjandi orðaflaumnum í þessa horfnu veröld. Á köflum þykir lesanda næstum nóg um og biður í hljóði um færri og færri orð, en þegar upp er staðið reynast öll þessi orð bráðnauðsynleg til að skapa þau sterku hughrif sem bókin veldur. Lýsingarnar eru meistaralega unnar, lesandinn finnur nánast kuldann, rakann, andþrengslin, sorgina og fisklyktina, og í hinum óvænta en magnaða lokakafla stendur hann sig að því að biðja einsog barn í þrjúbíói: Nei, nei, nei! Ekki láta hann fara þangað! Það er fáum blöðum um það að fletta að þessi þríleikur Jóns Kalmans er eitt mesta stórvirki í íslenskum bókmenntum síðari ára. Þessi saga forfeðranna, sagan af lífskjörum þeirra, þrautseigju og baráttu við hafið og önnur náttúruöfl hefur sjaldan verið betur sögð. Það er rétt sem höfundur lætur hina framliðnu sögumenn hvísla í upphafi bókar: „Þetta eru sögurnar sem við eigum að segja." Niðurstaða: Glæsilegt lokabindi þríleiksins um Strákinn og Plássið. Meistaralega stíluð, sár og hrífandi saga.
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira