Fótboltaaðdáendur samvaxnir við sófann Viggó Ingimar Jónasson skrifar 20. október 2011 20:00 FIFA 12 er frábær þó að gagnrýnandi vilji fara að sjá róttækari breytingar á leiknum sem fyrst. Tölvuleikur. FIFA 12. EA Sports. Þegar leikjasería hefur komið út á hverju ári í nærri tuttugu ár hlýtur að fara að koma að því að hún renni sitt skeið á enda. Fyrsti FIFA-leikurinn kom út árið 1994 og síðan þá hafa EA Sports-menn varið óteljandi klukkustundum í að bæta leikinn á hverju ári, allt í því skyni að halda lífi í gamalmenninu. Þetta árið hefur mesta púðrið verið sett í nýja animation-vél sem gerir alla pústra á milli leikmanna enn raunverulegri. Nú breytast allir leikmenn í Cristiano Ronaldo sem fljúga um loftið við minnstu snertingu og rúlla sér síðan í grasinu eins og nýveiddur lax. Þó svo að þetta kerfi bæti engu sérstöku við sjálfa spilun leiksins kryddar það aðeins stemninguna og gerir það ennþá meira fullnægjandi þegar maður straujar Fernando Torres á miðjunni. Annað sem hefur verið eytt púðri í er varnarkerfi leiksins sem á að vera gjörbreytt. Nú eiga menn að geta varist með mun taktískari hætti sem ætti að skila sér í fleiri sigrum og færri klaufamörkum. Hinn óumflýjanlegi sannleikur varðandi FIFA 12 er sá að þetta er góður leikur sem ætti að þóknast öllum fótboltasjúkum tölvuleikjaaðdáendum. Hann býður upp á raunverulega spilun sem getur sogað menn að sér og haldið þeim föstum dögum saman, samvaxnir við sófann fyrir framan sjónvarpið. Það sem undirritaður skilur ekki er af hverju er þetta ennþá svona skemmtilegt? Burtséð frá öllum þessum árlegu skylduviðbótum hefur FIFA-serían voðalega lítið breyst síðustu tvö til þrjú ár. Það eina sem menn fá er ný liðsskipun og nýjustu búningar liðanna. Þessu hefði verið hægt að koma áleiðis með smávægilegri uppfærslu, ekki nýjum leik. Svo að maður taki þetta saman. Já, FIFA 12 er frábær leikur. Og já, það er orðið rosalega þreytt að finnast sem maður sé alltaf að hjakka í sama farinu. Kannski koma róttækar breytingar á næsta ári. Niðurstaða: Stórskemmtilegur fótboltaleikur en eftir tæp 20 ár fer maður að verða leiður á árlegum smá uppfærslum í gervi nýs tölvuleiks. Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tölvuleikur. FIFA 12. EA Sports. Þegar leikjasería hefur komið út á hverju ári í nærri tuttugu ár hlýtur að fara að koma að því að hún renni sitt skeið á enda. Fyrsti FIFA-leikurinn kom út árið 1994 og síðan þá hafa EA Sports-menn varið óteljandi klukkustundum í að bæta leikinn á hverju ári, allt í því skyni að halda lífi í gamalmenninu. Þetta árið hefur mesta púðrið verið sett í nýja animation-vél sem gerir alla pústra á milli leikmanna enn raunverulegri. Nú breytast allir leikmenn í Cristiano Ronaldo sem fljúga um loftið við minnstu snertingu og rúlla sér síðan í grasinu eins og nýveiddur lax. Þó svo að þetta kerfi bæti engu sérstöku við sjálfa spilun leiksins kryddar það aðeins stemninguna og gerir það ennþá meira fullnægjandi þegar maður straujar Fernando Torres á miðjunni. Annað sem hefur verið eytt púðri í er varnarkerfi leiksins sem á að vera gjörbreytt. Nú eiga menn að geta varist með mun taktískari hætti sem ætti að skila sér í fleiri sigrum og færri klaufamörkum. Hinn óumflýjanlegi sannleikur varðandi FIFA 12 er sá að þetta er góður leikur sem ætti að þóknast öllum fótboltasjúkum tölvuleikjaaðdáendum. Hann býður upp á raunverulega spilun sem getur sogað menn að sér og haldið þeim föstum dögum saman, samvaxnir við sófann fyrir framan sjónvarpið. Það sem undirritaður skilur ekki er af hverju er þetta ennþá svona skemmtilegt? Burtséð frá öllum þessum árlegu skylduviðbótum hefur FIFA-serían voðalega lítið breyst síðustu tvö til þrjú ár. Það eina sem menn fá er ný liðsskipun og nýjustu búningar liðanna. Þessu hefði verið hægt að koma áleiðis með smávægilegri uppfærslu, ekki nýjum leik. Svo að maður taki þetta saman. Já, FIFA 12 er frábær leikur. Og já, það er orðið rosalega þreytt að finnast sem maður sé alltaf að hjakka í sama farinu. Kannski koma róttækar breytingar á næsta ári. Niðurstaða: Stórskemmtilegur fótboltaleikur en eftir tæp 20 ár fer maður að verða leiður á árlegum smá uppfærslum í gervi nýs tölvuleiks.
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið