Allt er undir Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins. Ísland á gríðarlega mikið undir því að framtíðarlausn finnist á skuldavandræðunum og að evrusamstarfið leysist ekki upp. Þeir hagsmunir eru til staðar alveg óháð því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Nánast öll okkar viðskipti eru enda við Evrópu. Það sem af er ári hafa 81,6% af öllum útflutningi Íslendinga ratað inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES). Um 61% af öllum vörum sem við flytjum inn kemur þaðan. Þorri erlendra eigna lífeyrissjóða okkar er í evrum. Og svo framvegis. Og vandræðin hafa, ótrúlegt en satt, ekki bara áhrif á Ísland, heldur heiminn allan. Tæplega 27% af gjaldeyrisvaraforða hans eru í evrum. Veikist gjaldmiðillinn rýrna þær eignir. Kínverjar eiga stærsta gjaldeyrisvaraforða allra. Hann er þrefalt stærri en varaforði Japana, sem er næststærstur. Af þeim tíu löndum sem eiga mestu umframeignirnar eru sjö í Asíu, eitt í Suður-Ameríku (Brasilía) og tvö í Evrópu (Rússland og Sviss). Ekkert Evrópusambandsland er á topp tíu. Bandaríski seðlabankinn hefur sagt að vandræði Grikklands og Ítalíu hafi ekki mikil áhrif á banka þar í landi. Þeir eigi mest undir bönkum í Frakklandi og Þýskalandi. Kröfuhafar Grikkja, sem hafa samþykkt að gefa eftir helming krafna sinna, eru að hluta til franskir stórbankar á borð við Société General og BNP Parisbas. Þeir eru líka að hluta til þýskir bankar á borð við Deutsche Bank og Commerzbank. Tæpur helmingur skulda Ítalíu við banka er við franskar fjármálastofnanir. Stór hluti hins helmingsins er við þýskar. Því hafa vandræði Grikkja og Ítala áhrif á franska og þýska banka, sem hafa áhrif á bandaríska banka, sem hafa áhrif á bandaríska hagkerfið. Um 60% af öllum gjaldeyrisvaraforða heimsins eru í dollurum og veiking þess gjaldmiðils hefur því áhrif víða. Og svo koll af kolli. Þau vandamál sem evrusvæðið glímir við í dag eru ekki bara vandamál þeirra ríkja sem nota evru sem mynt. Þau eru heldur ekki bara vandamál Evrópu. Þau eru sameiginleg vandamál alþjóðafjármálakerfisins og þurfa að leysast sem slík. Í þeim fasa þurfa öll ríki að taka til í sínum ríkisfjármálum og gera samrekstur íbúa sinna sjálfbæran. Ef það tekst ekki þarf allur heimurinn að glíma við afleiðingarnar. Líka Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun
Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins. Ísland á gríðarlega mikið undir því að framtíðarlausn finnist á skuldavandræðunum og að evrusamstarfið leysist ekki upp. Þeir hagsmunir eru til staðar alveg óháð því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Nánast öll okkar viðskipti eru enda við Evrópu. Það sem af er ári hafa 81,6% af öllum útflutningi Íslendinga ratað inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES). Um 61% af öllum vörum sem við flytjum inn kemur þaðan. Þorri erlendra eigna lífeyrissjóða okkar er í evrum. Og svo framvegis. Og vandræðin hafa, ótrúlegt en satt, ekki bara áhrif á Ísland, heldur heiminn allan. Tæplega 27% af gjaldeyrisvaraforða hans eru í evrum. Veikist gjaldmiðillinn rýrna þær eignir. Kínverjar eiga stærsta gjaldeyrisvaraforða allra. Hann er þrefalt stærri en varaforði Japana, sem er næststærstur. Af þeim tíu löndum sem eiga mestu umframeignirnar eru sjö í Asíu, eitt í Suður-Ameríku (Brasilía) og tvö í Evrópu (Rússland og Sviss). Ekkert Evrópusambandsland er á topp tíu. Bandaríski seðlabankinn hefur sagt að vandræði Grikklands og Ítalíu hafi ekki mikil áhrif á banka þar í landi. Þeir eigi mest undir bönkum í Frakklandi og Þýskalandi. Kröfuhafar Grikkja, sem hafa samþykkt að gefa eftir helming krafna sinna, eru að hluta til franskir stórbankar á borð við Société General og BNP Parisbas. Þeir eru líka að hluta til þýskir bankar á borð við Deutsche Bank og Commerzbank. Tæpur helmingur skulda Ítalíu við banka er við franskar fjármálastofnanir. Stór hluti hins helmingsins er við þýskar. Því hafa vandræði Grikkja og Ítala áhrif á franska og þýska banka, sem hafa áhrif á bandaríska banka, sem hafa áhrif á bandaríska hagkerfið. Um 60% af öllum gjaldeyrisvaraforða heimsins eru í dollurum og veiking þess gjaldmiðils hefur því áhrif víða. Og svo koll af kolli. Þau vandamál sem evrusvæðið glímir við í dag eru ekki bara vandamál þeirra ríkja sem nota evru sem mynt. Þau eru heldur ekki bara vandamál Evrópu. Þau eru sameiginleg vandamál alþjóðafjármálakerfisins og þurfa að leysast sem slík. Í þeim fasa þurfa öll ríki að taka til í sínum ríkisfjármálum og gera samrekstur íbúa sinna sjálfbæran. Ef það tekst ekki þarf allur heimurinn að glíma við afleiðingarnar. Líka Ísland.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun