Afar notendavænn vefur 11. nóvember 2011 11:00 Arnar Árnason segir myndavöruvef Odda afar þægilegan í notkun. Mynd/gva Persónuleg jólakort eru orðin mjög vinsæl. Persónuleg jólakort eiga auknum vinsældum að fagna hjá fjölskyldum landsins ekki síst vegna bráðsniðugra vefsíðna á borð við þá sem Oddi býður upp á. Á www.oddi.is er hægt að skrá sig inn, hlaða niður eigin myndum og búa til jólakort, myndabækur, dagatöl og ýmislegt fleira sem hentar vel í jólapakkann. „Þetta hefur verið afar vinsælt hjá okkur,“ segir Arnar Árnason hjá Odda. Hann tekur fram að vefurinn hafi nýlega verið endurbættur. „Hann er því mjög notendavænn og þægilegur. Vefurinn er allur á íslensku og leiðir viðskiptavini vel áfram,“ útskýrir hann og bætir við að vefurinn hafi verið prófaðir bæði á vönum og óvönum leikmönnum og fengið góðar niðurstöður. „Til dæmis lætur forritið vita ef eitthvað er gert vitlaust, til dæmis ef mynd er í of lítilli upplausn eða ef texti er of langur,“ segir hann og tekur fram að með öllum jólakortum fylgi umslög. Ef vandamál kemur upp er þó lítið mál að fá aðstoð. „Hér eru sérfræðingar innanhúss sem eru þjálfaðir í að aðstoða. Hægt er að senda spurningu á [email protected] sem er svarað um hæl eða hringja í 515 5000 og fá aðstoð gegnum síma,“ segir Arnar og tekur fram að fólki sé einnig frjálst að koma á staðinn að Höfðabakka 7 og fá persónulega aðstoð. Arnar segir útlitsmöguleika jólakortanna marga, auk þess sem einnig sé boðið upp á ýmsar aðrar kortagerðir fyrir öll önnur tækifæri. „Þú getur verið með mynd á forsíðu kortsins af hverju því sem þú vilt en inni í kortinu getur þú raðað eins mörgum myndum og þig lystir,“ útskýrir hann og segir marga nýta sér þann möguleika til að sýna frá ýmsu því sem fjölskyldan hefur tekið sér fyrir hendur frá síðustu jólum. Tími jólakortanna verður allsráðandi nú á næstunni en á vefsíðu Odda má einnig útbúa gjafir í jólapakkana. „Myndabækur, spil og dagatöl eru mjög vinsæl í slíkt,“ segir Arnar. Hann minnist einnig á jóladagatöl sem gaman sé að eiga á aðventunni. „Foreldrar hafa búið svoleiðis til fyrir börnin sín en börnin hafa einnig fengið að búa til sín eigin með skemmtilegum myndum.“ Frá því varan er pöntuð þar til hún er tilbúin tekur fimm virka daga. Einnig er hægt að panta hraðafgreiðslu sem tekur tvo daga en kostar þá 1.990 krónur aukalega. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar og sjá sýnishorn geta komið við upp á Höfðabakka 7 en einnig verður Oddi með kynningarbás á Bókamessunni í Ráðhúsi Reykjavíkur núna um helgina á milli 11 og 18 laugardag og sunnudag. Jóladagatöl eru skemmtileg á aðventunni.www.oddi.is Sérblöð Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Persónuleg jólakort eru orðin mjög vinsæl. Persónuleg jólakort eiga auknum vinsældum að fagna hjá fjölskyldum landsins ekki síst vegna bráðsniðugra vefsíðna á borð við þá sem Oddi býður upp á. Á www.oddi.is er hægt að skrá sig inn, hlaða niður eigin myndum og búa til jólakort, myndabækur, dagatöl og ýmislegt fleira sem hentar vel í jólapakkann. „Þetta hefur verið afar vinsælt hjá okkur,“ segir Arnar Árnason hjá Odda. Hann tekur fram að vefurinn hafi nýlega verið endurbættur. „Hann er því mjög notendavænn og þægilegur. Vefurinn er allur á íslensku og leiðir viðskiptavini vel áfram,“ útskýrir hann og bætir við að vefurinn hafi verið prófaðir bæði á vönum og óvönum leikmönnum og fengið góðar niðurstöður. „Til dæmis lætur forritið vita ef eitthvað er gert vitlaust, til dæmis ef mynd er í of lítilli upplausn eða ef texti er of langur,“ segir hann og tekur fram að með öllum jólakortum fylgi umslög. Ef vandamál kemur upp er þó lítið mál að fá aðstoð. „Hér eru sérfræðingar innanhúss sem eru þjálfaðir í að aðstoða. Hægt er að senda spurningu á [email protected] sem er svarað um hæl eða hringja í 515 5000 og fá aðstoð gegnum síma,“ segir Arnar og tekur fram að fólki sé einnig frjálst að koma á staðinn að Höfðabakka 7 og fá persónulega aðstoð. Arnar segir útlitsmöguleika jólakortanna marga, auk þess sem einnig sé boðið upp á ýmsar aðrar kortagerðir fyrir öll önnur tækifæri. „Þú getur verið með mynd á forsíðu kortsins af hverju því sem þú vilt en inni í kortinu getur þú raðað eins mörgum myndum og þig lystir,“ útskýrir hann og segir marga nýta sér þann möguleika til að sýna frá ýmsu því sem fjölskyldan hefur tekið sér fyrir hendur frá síðustu jólum. Tími jólakortanna verður allsráðandi nú á næstunni en á vefsíðu Odda má einnig útbúa gjafir í jólapakkana. „Myndabækur, spil og dagatöl eru mjög vinsæl í slíkt,“ segir Arnar. Hann minnist einnig á jóladagatöl sem gaman sé að eiga á aðventunni. „Foreldrar hafa búið svoleiðis til fyrir börnin sín en börnin hafa einnig fengið að búa til sín eigin með skemmtilegum myndum.“ Frá því varan er pöntuð þar til hún er tilbúin tekur fimm virka daga. Einnig er hægt að panta hraðafgreiðslu sem tekur tvo daga en kostar þá 1.990 krónur aukalega. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar og sjá sýnishorn geta komið við upp á Höfðabakka 7 en einnig verður Oddi með kynningarbás á Bókamessunni í Ráðhúsi Reykjavíkur núna um helgina á milli 11 og 18 laugardag og sunnudag. Jóladagatöl eru skemmtileg á aðventunni.www.oddi.is
Sérblöð Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira