Magnaður rokkpakki Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira