Melódískt sýrupopp Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 20:00 Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira