Deilt innan beggja flokka um ráðherra - Fréttaskýring 3. desember 2011 05:00 eftir kosningar Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna. Menn hafa komið og farið og jafnvel komið aftur og ráðuneyti hafa verið sameinuð undir einn hatt.fréttablaðið/vilhelm Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. [email protected] Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. [email protected]
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira