Ofbeldisvarnaráði verði komið á fót 13. desember 2011 03:45 mikil ógn Ofbeldi er mikil ógn við heilsu og réttindi barna hér á landi. 430 tilkynningar komu til barnaverndarnefnda um kynferðislegt ofbeldi á börnum í fyrra. nordicphotos/getty Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun. UNICEF gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi í vor þar sem fram kemur að enginn á vegum hins opinbera beri ábyrgð á forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá sé vandinn ekki markvisst kortlagður með reglubundnum rannsóknum og greiningu. „Opinberir aðilar verða að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður að vera hverjir bera ábyrgð á forvörnum og fjármagn verður að vera tryggt til þess starfs,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í fyrra komu 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til barnaverndarnefnda, eða meira en ein tilkynning á dag. „Ríkið hefur á undanförnum áratugum tekið málefni fyrir sem eru metin sem samfélagsleg ógn og barist gegn þeim með kjafti og klóm,“ segir Stefán. „Á hverju ári fara 120 milljónir í það sem kallað er áróður hjá Umferðarstofu. Enda eru auglýsingarnar mjög flottar og hafa áhrif. Í vímuvörnum hefur það sama verið gert.“ Þessar aðgerðir hafa skilað miklum árangri, að sögn Stefáns. Enginn beri þó ábyrgð á því að koma í veg fyrir eða minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nánast engum opinberum peningum sé eytt í það, þrátt fyrir að kynferðislegt ofbeldi sé einhver sú mesta ógn sem steðji að börnum á Íslandi. Heilsugæslan hefur þróað forvarnaverkefni í þessum málaflokki sem sett var af stað í byrjun árs, og segir Stefán að þar hafi verið unnið mjög gott frumkvöðlastarf. Einnig vinni félagasamtök eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð í þessum málaflokki. Sérfræðingarnir séu því til staðar. Þá sé unnið í þessum málaflokki hjá Barnahúsi, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum, „það vantar bara viljann og kraftinn frá hinu opinbera.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun. UNICEF gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi í vor þar sem fram kemur að enginn á vegum hins opinbera beri ábyrgð á forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá sé vandinn ekki markvisst kortlagður með reglubundnum rannsóknum og greiningu. „Opinberir aðilar verða að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður að vera hverjir bera ábyrgð á forvörnum og fjármagn verður að vera tryggt til þess starfs,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í fyrra komu 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til barnaverndarnefnda, eða meira en ein tilkynning á dag. „Ríkið hefur á undanförnum áratugum tekið málefni fyrir sem eru metin sem samfélagsleg ógn og barist gegn þeim með kjafti og klóm,“ segir Stefán. „Á hverju ári fara 120 milljónir í það sem kallað er áróður hjá Umferðarstofu. Enda eru auglýsingarnar mjög flottar og hafa áhrif. Í vímuvörnum hefur það sama verið gert.“ Þessar aðgerðir hafa skilað miklum árangri, að sögn Stefáns. Enginn beri þó ábyrgð á því að koma í veg fyrir eða minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nánast engum opinberum peningum sé eytt í það, þrátt fyrir að kynferðislegt ofbeldi sé einhver sú mesta ógn sem steðji að börnum á Íslandi. Heilsugæslan hefur þróað forvarnaverkefni í þessum málaflokki sem sett var af stað í byrjun árs, og segir Stefán að þar hafi verið unnið mjög gott frumkvöðlastarf. Einnig vinni félagasamtök eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð í þessum málaflokki. Sérfræðingarnir séu því til staðar. Þá sé unnið í þessum málaflokki hjá Barnahúsi, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum, „það vantar bara viljann og kraftinn frá hinu opinbera.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira