Gildismat jólasveinanna 17. desember 2011 00:01 Ekki man ég eftir að hafa fengið margt annað en sælgæti og mandarínur í skóinn. Kertasníkir var þó alltaf gjafmildastur, enda góð regla að geyma það besta þar til síðast. Í dag virðast jólasveinarnir misskilja hlutverk sitt allsvakalega og stunda grimmilega mismunun á hverjum morgni. Sumir krakkar fá ávexti í skóinn á meðan aðrir fá dýrar græjur. Börnin eru ringluð og aumingja foreldrarnir standa ráðþrota gagnvart vandamálinu, enda erfitt að ná sambandi við bræðurna þrettán þar sem þeir hafa ekki tileinkað sér samskiptatækni nútímans. Auðvitað er erfitt að gera strangar kröfur til einangraðs hóps manna sem hefur haldið til í fjöllum undanfarna áratugi. Þar búa þeir nánast allt árið við slæman og beinlínis mannskemmandi kost. Móðir þeirra er þrígift ofbeldiskona og faðir þeirra alræmdur auðnuleysingi. Ástina hafa bræðurnir ekki fundið utan hópsins og ekki er vitað til þess að þeir hafi verið við kvenmenn kenndir, enda umgangast þeir annað fólk aðeins í tæpan mánuð á ári og það á klikkaðasta tíma ársins. Líf án samneytis og samskipta við annað fólk er engum hollt. En það varpar engu að síður ákveðnu ljósi á óskiljanlega hegðun þeirra gagnvart börnunum. Það er nefnilega augljóst að þetta ömurlega líferni hefur orðið til þess að jólasveinarnir bera ekki skynbragð á þarfir barnanna sem þeir hafa tekið að sér að þjóna. Í stað þess að gæta hófs í gjöfum sínum og viðhalda einhvers konar línu, þvert á stéttir og stöðu í þjóðfélaginu, þá lauma þeir iPodum í suma skó og mandarínum í aðra. Gildismat jólasveinanna hefur snúist upp í andhverfu sína því hegðun barnanna skiptir í raun engu máli. Í staðinn er farið eftir þjóðfélagsstöðu foreldranna. Blessuð börnin skilja auðvitað hvorki upp né niður í Stúfi og Stekkjarstaur, enda blind á stéttaskiptinguna sem þessir óforskömmuðu bræður viðhalda á hverjum morgni. Og hvers eiga foreldrarnir að gjalda? Þeir neyðast til að útskýra af hverju Hurðaskellir elskar barn nágranna þeirra miklu, miklu minna en þeirra eigið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun
Ekki man ég eftir að hafa fengið margt annað en sælgæti og mandarínur í skóinn. Kertasníkir var þó alltaf gjafmildastur, enda góð regla að geyma það besta þar til síðast. Í dag virðast jólasveinarnir misskilja hlutverk sitt allsvakalega og stunda grimmilega mismunun á hverjum morgni. Sumir krakkar fá ávexti í skóinn á meðan aðrir fá dýrar græjur. Börnin eru ringluð og aumingja foreldrarnir standa ráðþrota gagnvart vandamálinu, enda erfitt að ná sambandi við bræðurna þrettán þar sem þeir hafa ekki tileinkað sér samskiptatækni nútímans. Auðvitað er erfitt að gera strangar kröfur til einangraðs hóps manna sem hefur haldið til í fjöllum undanfarna áratugi. Þar búa þeir nánast allt árið við slæman og beinlínis mannskemmandi kost. Móðir þeirra er þrígift ofbeldiskona og faðir þeirra alræmdur auðnuleysingi. Ástina hafa bræðurnir ekki fundið utan hópsins og ekki er vitað til þess að þeir hafi verið við kvenmenn kenndir, enda umgangast þeir annað fólk aðeins í tæpan mánuð á ári og það á klikkaðasta tíma ársins. Líf án samneytis og samskipta við annað fólk er engum hollt. En það varpar engu að síður ákveðnu ljósi á óskiljanlega hegðun þeirra gagnvart börnunum. Það er nefnilega augljóst að þetta ömurlega líferni hefur orðið til þess að jólasveinarnir bera ekki skynbragð á þarfir barnanna sem þeir hafa tekið að sér að þjóna. Í stað þess að gæta hófs í gjöfum sínum og viðhalda einhvers konar línu, þvert á stéttir og stöðu í þjóðfélaginu, þá lauma þeir iPodum í suma skó og mandarínum í aðra. Gildismat jólasveinanna hefur snúist upp í andhverfu sína því hegðun barnanna skiptir í raun engu máli. Í staðinn er farið eftir þjóðfélagsstöðu foreldranna. Blessuð börnin skilja auðvitað hvorki upp né niður í Stúfi og Stekkjarstaur, enda blind á stéttaskiptinguna sem þessir óforskömmuðu bræður viðhalda á hverjum morgni. Og hvers eiga foreldrarnir að gjalda? Þeir neyðast til að útskýra af hverju Hurðaskellir elskar barn nágranna þeirra miklu, miklu minna en þeirra eigið.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun