Farðu úr úlpunni! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. desember 2011 20:00 Bíó. Blitz. Leikstjórn: Elliott Lester. Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton. Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinningalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis" skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara. Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Blitz. Leikstjórn: Elliott Lester. Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton. Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinningalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis" skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara.
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira