Íslenskur arkitekt þéttir danska byggð 29. desember 2011 06:30 Tölvugerð Framtíðarsýn Svona gæti orðið umhorfs í Ny Blovsrød í Allerød þegar unnið hefur verið úr vinningstillögunni í Europan11-samkeppninni. Mynd/ME904 Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. [email protected] Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Íslensk-danskt framlag fór með sigur úr býtum í samkeppni um endurskipulag 50 hektara svæðis í sveitarfélaginu Allerød í Danmörku, skammt norður af Kaupmannahöfn. Keppnin er haldin annað hvert ár undir merkjum Europan, en að henni standa 20 Evrópulönd. Þátt geta tekið arkitektar undir 40 ára aldri. Löndin leggja fram svæði sem þarfnast endurskipulagningar og leggja ungir arkitektar fram tillögur um úrvinnslu þeirra. Að vinningstillögunni í Allerød standa arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og Mette Blankenberg, en þær útskrifuðust saman úr arkitektanámi í Kaupmannahöfn fyrir einu og hálfu ári. „Þetta er náttúrlega mikið tækifæri. Við erum báðar ungar og óreyndar og þetta opnar okkur tvímælalaust dyr víða," segir Eyrún. Þá skemmir vinningsféð ekki fyrir, 12 þúsund evrur, eða sem samsvarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. „Síðan á eftir að koma í ljós hvað við höfum mikla aðkomu að úrvinnslu og áframhaldandi vinnu með tillöguna," segir Eyrún, en næsti fundur með forsvarsmönnum sveitarfélagsins er í janúar. „Þeir voru hins vegar áhugasamir um samstarf við okkur. Tilkynnt var um úrslitin 16. desember og við vorum komnar á fund til þeirra klukkan tíu daginn eftir. Þannig að við munum að öllum líkindum koma eitthvað að lokaútfærslum." Í umsögn um tillöguna kemur fram að meðal þess sem orðið hafi til þess að hún varð ofan á hafi verið hversu sveigjanleg hún var. Markmiðið er að þétta byggð og mæta um leið kröfum sveitarfélagsins um vistvæna lifnaðarhætti. „Kommúnan er með miklar væntingar og markmið um að verða koltvísýringslaus árið 2020. Við fórum því í gang með skipulagningu svæðisins með það að takmarki að það yrði laust undan allri bílaumferð," segir Eyrún. Þá segir hún hugað að því hvernig hvernig hús séu staðsett í landslagi og hæðarlínur séu hafðar þannig að útsýni á milli íbúða og blokka verði sem best. Þá er nýbreytni í hönnun varðandi upptöku regnvatns til margvíslegra nota. „Til dæmis taka ákveðin svæði á sig breytta mynd eftir veðráttu og árstíðum þegar pollar stækka og minnka," segir hún. „Þá færðum við sólarsellur niður af húsþökum og reistum hálfgerð skýli, bæði gegn rigningu og sól. Þar gæti verið svona tilviljanakenndur nágrannahittingur." Eyrún segir til standa að fyrstu íbúðirnar verði byggðar árið 2015 eða jafnvel fyrr, því töluverður áhugi sé á verkefninu ytra. [email protected]
Fréttir Tengdar fréttir Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. 29. desember 2011 03:30