Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á 30. desember 2011 02:00 Stuttu eftir að þessi mynd var tekin var ákveðið að aflífa kindina þar sem hún hafði misst svo mikið blóð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálfétinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhúsinu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni." Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annaðhvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kindinni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því.- sv Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira
„Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálfétinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhúsinu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni." Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annaðhvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kindinni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því.- sv
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira