Brotið blað um jól 1. nóvember 2011 00:01 Jón Víðis Jakobsson frá Origami Ísland segir origami skemmtilegt fjölskylduföndur. Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Ísland segir einfalt að útbúa fallegt jólaskraut og jólakort með origami. Fjölskyldan geti hjálpast að og átt notalega föndurstund á aðventunni. Nánast allur pappír hentar í origami. Formin geta verið mörg og misjafnlega flókin en þetta þríhyrningsform ættu flestir að ráða við, krakkarnir líka," segir Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Íslandi. Þríhyrningnum er hægt að raða saman í einföld lítil jólatré og kransa sem má hengja á tré eða líma á jólakort. „Fyrir þá sem treysta sér til er svo hægt að raða í flóknari form eins og standandi jólatré, sveina og stafi og sleppa hugmyndafluginu lausu." Origami Ísland býður upp á ókeypis aðstoð í origami þriðja sunnudag hvers mánaðar í Aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu, næst hinn 20. janúar. - rat Föndur sem flestir ráða viðÞríhyrningum raðað í krans.Jólatré úr þrem til fjórum þríhyrningum límd á kort.Jólastafur samsettur úr fleiri umferðum.Flóknari samsetning fyrir þolinmóða. Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Aðventa Jól Gyðingakökur Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Frá ljósanna hásal Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Yfir fannhvíta jörð Jól
Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Ísland segir einfalt að útbúa fallegt jólaskraut og jólakort með origami. Fjölskyldan geti hjálpast að og átt notalega föndurstund á aðventunni. Nánast allur pappír hentar í origami. Formin geta verið mörg og misjafnlega flókin en þetta þríhyrningsform ættu flestir að ráða við, krakkarnir líka," segir Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Íslandi. Þríhyrningnum er hægt að raða saman í einföld lítil jólatré og kransa sem má hengja á tré eða líma á jólakort. „Fyrir þá sem treysta sér til er svo hægt að raða í flóknari form eins og standandi jólatré, sveina og stafi og sleppa hugmyndafluginu lausu." Origami Ísland býður upp á ókeypis aðstoð í origami þriðja sunnudag hvers mánaðar í Aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu, næst hinn 20. janúar. - rat Föndur sem flestir ráða viðÞríhyrningum raðað í krans.Jólatré úr þrem til fjórum þríhyrningum límd á kort.Jólastafur samsettur úr fleiri umferðum.Flóknari samsetning fyrir þolinmóða.
Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Aðventa Jól Gyðingakökur Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Frá ljósanna hásal Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Yfir fannhvíta jörð Jól