SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Karl Lúðvíksson skrifar 10. janúar 2012 11:04 Stjórn SVFR óskar eftir mannskap í árnefnd Dunkár á Skógarströnd. Einnig er auglýst eftir samhentum hóp til starfa í skemmtinefnd félagsins. Dunká er nýtt ársvæði innan vébanda Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hún fellur til sjávar á innanverðri Skógarströnd í Dalasýslu. Hún á upptök þar í fjöllunum og er 11 km löng, þar af eru 4,5 km fiskgengir eða upp að Hestfossi. Á fjórða tug merkta veiðistaða eru í Dunká. Skemmtinefnd SVFR ætti að vera flestum að góðu kunn. Meðal verkefna nefndarinnar er umsjón skemmtikvölda félagsins sem haldin eru fyrsta föstudag hvers mánaðar. Hefð er fyrir því að skemmtinefndin, svo og árnefnd fyrir tveggja stanga ársvæði líkt og Dunká, sé skipuð fjórum einstaklingum. Áhugasamir geta skilað inn umsóknum á póstfangið [email protected]. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Stjórn SVFR óskar eftir mannskap í árnefnd Dunkár á Skógarströnd. Einnig er auglýst eftir samhentum hóp til starfa í skemmtinefnd félagsins. Dunká er nýtt ársvæði innan vébanda Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hún fellur til sjávar á innanverðri Skógarströnd í Dalasýslu. Hún á upptök þar í fjöllunum og er 11 km löng, þar af eru 4,5 km fiskgengir eða upp að Hestfossi. Á fjórða tug merkta veiðistaða eru í Dunká. Skemmtinefnd SVFR ætti að vera flestum að góðu kunn. Meðal verkefna nefndarinnar er umsjón skemmtikvölda félagsins sem haldin eru fyrsta föstudag hvers mánaðar. Hefð er fyrir því að skemmtinefndin, svo og árnefnd fyrir tveggja stanga ársvæði líkt og Dunká, sé skipuð fjórum einstaklingum. Áhugasamir geta skilað inn umsóknum á póstfangið [email protected]. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði